Lækka ekki vegna ríkisstjórnarinnar

Stýrivextir voru ekki lækkaðir vegna aðgerða og aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar og er nóg að vitna í tvær til þrjár málsgeinar í skýringum Peningastefnunefndar seðlabankans, t.d:  "Þriggja mánaða verðbólga á árskvarða jókst einnig umtalsvert. Árstíðarleiðrétt mældist hún 9,5%, eða 6,3% að áhrifum skattabreytinga frátöldum, eftir að hafa verið nær engin nýlega. Verðbólga á öðrum fjórðungi ársins 2009 var því nokkru meiri en í grunnspánni sem birtist í síðustu Peningamálum."

Árstíðarleiðrétt verðbólga hefur hækkað um 3,2% vegna skattahækkana ríkisstjórnarinnar og svo er ekki hægt að lækka stýrivextina vegna þess að verðbólga er ennþá mikil og krónan veik, en það er hlutverk seðlabankans að styrkja hana.  Vegna frammistöðu ríkisstjórnarinnar er settur þessi fyrirvari í yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar:  " Á meðan þessu ferli stendur mun peningastefnunefndin fylgjast grannt með áhrifum aðgerða sinna á gengi krónunnar og verðbólgu. Það gæti falið í sér hækkun vaxta kalli aðstæður á slíkt.

Seðlabankinn útilokar ekki hækkun stýrivaxta til þess að ná markmiðum sínum. Næsta stýrivaxtaákvörðun verður hinn 13. ágúst næstkomandi."

Hér er ekki hægt að segja annað en amen.


mbl.is Veik króna skýringin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband