Vopnahlés- eða uppgjafarskilmálar?

Fjármálajarðfræðingur ríkisstjórnarinnar þreytist ekki á því að dásama samninginn um ríkisábyrgð á Icesave skuldum Landsbankans og ekki heldur á því, að hóta þjóðinni að allt fari endanlega í rúst í landinu, verði hann ekki samþykktur.  Hann útskýrir þó aldrei hvers vegna Ísland verði að "Norður-Kóreu vestursins", eins og kollegi hans, hagfræðikennarinn í ríkisstjórninni, hefur orðað það svo smekklega.

Án þess að ráðherranefnurnar segi það skýrt og skorinort, má lesa út úr þeirra málflutningi, að Efnahagsbandalag Evrópu og Noregur hafi lýst yfir efnahagslegri styrjöld gegn Íslandi, undir forystu Breta, Hollendinga og Þjóðverja og með hótunum um að koma efnahag þjóðarinnar endanlega á kaldan klaka, verði ríkisábyrgðin ekki samþykkt.

Sé þessi svokallaði Icesave samningur annaðhvort vopnahlés- eða uppgjafaskilmálar sigraðar þjóðar, eiga ráðherrarnir að koma hreint fram og segja þjóðinni sannleikann í málinu, en ekki fara stöðugt í kringum málið eins og köttur í kringum heitan graut. 

Ríkisstjórnin verður að svara því við umræðurnar á Alþingi, hvort lýst hafi verið yfir efnahagslegri styrjöld, formlega eða óformlega, á hendur Íslendingum.  Ef aðrir kostir, en samþykkt ríkisábyrgðarinnar setja allt efnahagslíf á Íslandi í rúst og að í raun verði sett viðskiptabann á landið, þá þarf almennignur að vita af því, því slíkt skaðar engan meira en heimili landsins.

Í venjulegum styrjöldum gildir Genfarsáttmálinn um vernd saklausra borgara. 

Hann gildir greinilega ekki í efnahagslegum stríðum.


mbl.is Dýrustu milljarðar Íslandssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Með leyfi höfundar.
Tek undir með Atla, við erum gjaldþrota ,viðurkennum það bara strax.
Heimska og/eða  skítlegt eðli fyrrverandi  forystumanna sjálfstæðiðflokks, og framsóknarflokks er ófyrirgefanleg og verður svo um alla framtíð. 
þá er þáttur lögfræðinga, sem hönnuðu  lagaumgjörðina um bankana og enn frekar  þeirra lögfræðinga sem hafa geð í sér að verja bankarónanna, blettur á Íslensku réttarfari um aldur og æfi.
Ég frábið mér þeirrar lesningar, þegar þessir sömu, svokölluðu  stjórnmálamenn  fara að "jólabókast"
og  gefa út æfiminningar sínar til að klóra í bakkann og kría út samúð hjá
þjóðinni.
Fari þeir til mánans allir sem einn.

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 14:45

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

"Heimska og/eða  skítlegt eðli fyrrverandi  forystumanna sjálfstæðiðflokks, og framsóknarflokks er ófyrirgefanleg og verður svo um alla framtíð.  Þá er þáttur lögfræðinga, sem hönnuðu lagaumgjörðina um bankana og enn frekar  þeirra lögfræðinga sem hafa geð í sér að verja bankarónanna, blettur á Íslensku réttarfari um aldur og æfi."
Ekki er alveg ljóst hvað þú átt við með gáfnafari og eðli forystumanna flokkanna tveggja, ekki sömdu þeir lögin um bankana og ekki ráku þeir þá, eða útrásarfyrirtækin.  Þá er fullyrðingin um lögfræðingana, sem hönnuðu lagaumgerðina um bankana líka einkennileg, því ekki er vitað til að nöfn þeirra hafi komið sérstaklega fram í þessu sambandi, enda komu lögin fullmótuð frá ESB og Íslendingar voru skyldugir til að taka þau upp óbreytt, vegna aðildarinnar að EES, enda störfuðu allir bankar innan EES og ESB eftir sömu Brussellögunum.
Hér á landi var ekki hægt að bjarga bönkunum (enda kannski ekki ástæða til), en í öllum öðrum Evrópulöndum hefur verið ausið gífurlegum fjármunum úr ríkissjóðum, til að verja banka falli, en nokkrir hafa farið á hausinn, eins og þeir íslensku.
Samkvæmt íslensku (og annarra landa) eiga sakborningar rétt á að verja sig fyrir dómstólum og því algerlega galið, að ráðast að þeim lögfræðingum, sem taka að sér slík störf.

Axel Jóhann Axelsson, 2.7.2009 kl. 15:06

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

p.s. Svona átti þetta að vera:  Samkvæmt íslenskum (og annarra landa) lögum ..... 

Axel Jóhann Axelsson, 2.7.2009 kl. 15:08

4 identicon

Blessaður, Axel  Jóhann og fyrirgefðu framhleipnina, að ráðast svona "óforvarendis" inn á þitt einkasvæði.

Heimskan sem ég vitna til, er sá gjörningur, að selja Landsbankann og Búnaðarbankann  langt undir raunvirði. Þá voru bankarnir seldir án þess að ganga úr skugga um, að umgjörðin héldi gagnvart ábyrgð Íslensku þjóðarinnar. Bankarnir voru nánast gefnir, örfáum einkavinum og flokksgæðingum. Jafnvel dæmdum fjárglæframönnum. Ég vissi ekki þá  og ekki lengi vel seinna, að ég þyrfti að borga fyrir yfirgengilega órráðsíu og svall stjórnenda bankanna. Hélt að  bankarnir væru einkabankar og sannfærði sjálfa mig um að það væri ekki mitt mál, þegar mér ofbauð  fyrirgangurinn. Annað verra, stjórnmálamennirnir, sem ég talaði um fyrr lofsungu gjörðir flibbadrengjanna, meira segja eftir að ljóst var að allt var að fara til anskotans. Einn talaði um endurmenntun til handa gagrýnanda, þegar hann var spurður um traust  til bankadrengjanna. Annar sagði í sjónvarpi á sama tíma: " þeir eru snillingar" og skók sér í pelsinum í mikilli hneikslan á spurningu frétta manns. Ég vænti þess, að  löglærðir menn hafi verið með í ráðum, þegar lagaramminn var smíðaður. Þeir menn hjóta að bera einhverja ábyrgð á stöðunni. Hvað þá þeir,sem láta múta sér til að verja glæpinn. Skítlegt eðli, kalla ég það, þegar menn  vísvitandi í krafti valds, sem þeir þyggja hjá þjóðinni, mata krókinn fyrir sig og sína takmarkalaust á kostnað samborgaranna. Klíkupólutík eins og hún hefur viðgengist á landi voru, er í eðli sínu skítleg, mjög ógeðfeld. Svo ég tali bara íslensku, sem skilst: Bankastjórnendur í skjóli  stjórnmálamanna, og eftirlitsstofnana, sem lúta að bönkunum hafa  stolið frá mér beinhörðum peningum og það sem verra er, þeir hafa nauðgað  réttlætiskennd minni, og svipt mig voninni. Þessir sömu aðilar hafa skrifað upp á sorg og þjáningu heillrar þjóðar um ókomin ár.

Guð blessi Ísland

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 16:53

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er vel hægt að taka undir margt af því sem þú segir, Kolbrún, og á þessu bloggi hafa gerðir banka- og útrásarmógúla oft verið gagnrýndar harkalega og marg sagt að flestir þeirra hljóti að lenda undir lás og slá áður en (vonandi) langt um líður.  Sjálfsagt er hægt að gagnrýna sölu bankanna á sínum tíma, en þeir voru auglýstir til sölu og ekki bárust mörg tilboð í þá og ekkert erlendis frá, eins og vonast hafði verið eftir.  Bjöggarnir greiddu fyrir Landsbankann með erlendum gjaldeyri, sem þeir höfðu grætt í Rússlandi og enginn hafði hugmyndaflug til þess að láta sér detta í hug hvernig bankinn var síðan rekinn, hvað þá að einkabanki gæti veðsett framtíð þjóðarinnar fyrir "viðskiptasnilld" sinni.  Sala Búnaðarbankans var umdeildari, en þar urðu glæfraverkin litlu minni, það munar þó því, að þeirra útibú erlendis töldust erlendir bankar, þannig að innlánin þar lenda ekki á íslensku þjóðinni.  Nóg er nú samt.

Að rán banka- og útrásarmógúla skuli skella á þjóðinni með þessu Icesave rugli, er algerlega óþolandi og þess vegna er verið að fara fram á það, að upplýst verði hvort það sé staðreynd, að efnahagslegri styrjöld hafi verið lýst á hendur Íslandi og hvort samþykkt ríkisábyrgðar á þessum skuldum Lansbankans sé í raun uppgjafarskilmálar sigraðrar þjóðar í því stríði.

Að minnsta kosti ættu ráðherrarnir ekki að mæra þessa nauðungarsamninga, heldur einmitt lýsa þeim sem slíkum og viðurkenna að þetta sé í raun stríðsástand.

Axel Jóhann Axelsson, 2.7.2009 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband