Hvaða skilyrði?

Í frétt mbl.is er sagt að norðurlöndin hafi sett fram fimm skilyrði fyrir lánveitingum sínum til Íslands.  Tvö skilyrði eru nefnd í fréttinni, það fyrsta að Alþingi samþykki ríkisábyrgð á Icesave skuldum Landsbankans og hitt var það meginskilyrði, að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn aðstoðaði Ísland úr þeim vanda sem hrun bankakerfisins í byrjun október í fyrra skapaði.

Ekkert kemur fram um hvaða þrjú viðbótarskilyrði "vores nordiske venner" settu fyrir sínum rausnarlega "vinargreiða", né hvort þau væru svo ómerkileg, að ekki tæki því að fjalla um þau, eða hvort þeim væri haldið leyndum, eins og svo mörgu öðru í þessu máli í samræmi við þá "opnu og gegnsæju stjórnsýslu"  sem nú er sífellt boðuð af leyndardómsfyllstu ríkisstjórn allra tíma.

Það hefur verið að koma sífellt betur og betur í ljós, að fagurgalinn um samstöðu og vináttu norðurlandanna er í raun falskur söngur, því norðurlöndin tóku fullan þátt í efnahagsstyrjöld Breta og Hollendinga á hendur Íslendingum vegna Icesave.

Máltækið "Ber er hver að baki, nema sér bróður eigi" á ekki lengur við um norðurlöndin, hafi það þá nokkurntíma gert það.


mbl.is Norðurlönd settu skilyrðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já.

Mér hefur alltaf lángað til að ferðast.

Spurning um að fara skoða það í eithverri alvöru.

Úlli (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 09:42

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er verið að skuldsetja Ísland á hausinn og það á ekki að vera nein leynd yfir því.

Stjónvöld hafa staðið illa að málum. Af hverju upplýstu þau ekki Norðulöndin um málstað Íslands?

Það eina sem gert hefur verið er að væla um inngöngu í EB

Sigurður Þórðarson, 2.7.2009 kl. 10:17

3 identicon

Það sést á ummælum þínum, og margra annarra, að þú teljir að Íslendingar hafi haft rétt á að lokka fé frá breskum og hollenskum sparifjáreigendum (kannski var aldrei ætlunin að standa í skilum við þá) og svo móðgast yfir að þurfa að borga peningana tilbaka. Hví skyldu Íslendingar frekar en aðrar þjóðir geta sloppið við að endugreiða lán? Íslenskur efnahagur og há lífskjör undanfarinna 10-15 ára virðist hafa verið byggð á lánum og nú er komið að gjalddaga. Ég held nú bara að Íslendingar eigi að byrja að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna og hætta að kenna öðrum um.

Kristján Magnason (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 10:33

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Íslenska þjóðin lokkaði ekki fé frá breskum og hollenskum sparifjáreigendum.  Það gerði Landsbankinn og vegum hans og annarra banka var rekinn Tryggingasjóður innistæðna, sem var ábyrgur fyrir innistæðum að lágmarki rúmum 20.000 Evrum, samkvæmt tilskipun ESB.  Samkvæmt tilskipuninni á ekki að vera ríkisábyrgð á slíkum tryggingasjóðum.

Íslendingar eiga að borga öll þau lán, sem þeir eru ábyrgir fyrir, en það eru þeir alls ekki í þessu tiltelli, umfram tryggingasjóðinn.  Það má vel vera að margir Íslendingar hafi lifað um efni fram og yfirskuldsett sig á undanförnum árum og þá verður hver og einn að glíma við afleiðingar þess. 

Við munum auðvitað báðir standa skil á öllu okkar, Kristján, en ættum ekki að þurfa að borga skuldir sem okkur koma ekkert við. 

Axel Jóhann Axelsson, 2.7.2009 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband