1.7.2009 | 17:03
Grín í Feneyjum
Nú hafa tólf þúsund manns litið inn í íslenska sýningarskálann í Feneyjum (hvernig sem það er talið) til að berja augum trúðslæti Ragnars Kjartanssonar, sem þar spilar rokkmyndbönd og málar eitt málverk á dag af félaga sínum, sem situr fyrir á sundskýlu og reykir og drekkur bjór. Það getur hver gert sér í hugarlund, hversu mikil listaverk þessi 180 fyrirhuguðu "málverk" eru.
Þetta getur ekki flokkast undir listsýningu, heldur frekar trúðslæti og fíflagang og ef til vill hefur fólk gaman að því að kíkja inn í skálann til að hlæja svolítið að Íslendingum, sem um þessar mundir mega nú ekki við meiri niðurlægingu á alþjóðavettvangi en orðið er.
Eftir viðtal við "listamanninn" í sjónvarpi nýlega, sem tekið var upp í Feneyjum, þar sem "listamaðurinn" kom ekki út úr sér heilli og skiljanlegri setningu fyrir hlátri og fíflagangi, er ekki hægt annað en undrast, hvernig í ósköpunum nokkrum manni datt í hug að senda annað eins, sem fulltrúa íslenskrar listar á þessa sýningu.
Varla er nema von að "listamaðurinn" skemmti sér vel á sex eða átta mánaða launum frá íslenska ríkinu við að reykja og þamba bjór með vini sínum í sólarlöndum.
70% fleiri í íslenska skálann en árið 2007 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
mikið er eg sammala, eg sa aðein viðtal við "listamanninn" og þar var hann varla talandi og gat ekki með neinu moti skyrt (eða skilið) þetta storkmerkilega "Listaverk" sitt, en talaði mest um "cool" sundskylu modelsins...en er þetta ekki bara i sama dur og fjarhagsleg niðurlæging Íslands, bara menningarleg? Eg las lika utskyringar þeirra sem völdu "listamanninn og listaverkið" og þeir gatu bara ekki haldið vatni yfir hrifningu, en utskyringar þeirra voru jafn oskiljanlegar og "listamannsins" bara á hinn veginn...LISTAsnobb!
sigurður örn brynjolfsson (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 17:14
Þetta minnir á nýju fötin keisarans. Ef einhver listgagnrýnandi eða málsmetandi maður segir hlutinn vera kúl, flottan eða skyrpir út úr sér einhverju útlendu orði yfir hlutinn sem ekki nokkur venjulegur maður skilur, þá gapir snobbelítan af hrifningu. Gekk einu sinni framhjá Hafnarhúsinu þar sem veggurinn virðist vera að hrynja yfir gangstéttina. Kíkti inn um gluggann en þar var einhver listasýning í gangi. Eitt listaverkið var af rotnandi mat. Þetta er kúl. Vá maður.
Maður lifandi, ég gæti gubbað.
kveðja Rafn.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 17:43
Þið eruð sorglegir gamlir karlar.
Kveðja
Gummi
Guðmundur Jónsson (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 19:56
l'art pour l'art piltar. Og vera hressir svo...kv
Eiki S. (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 21:47
Hjartanlega sammála þér! Það er skömm af þessum fíflagangi.
Svana (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 23:32
Ég get auðveldlega skilið gagnrýni sem sett er fram á þetta verk "listamannsins". Annars held ég að gæslappir séu óþarfar hérna því það er það sem hann er. Þetta er ungur maður á mála hjá virtu galleríi í Chelsea. En hann einnig að gera hluti sem geta talist harla óvenjulegir fyrir þá sem vilja að list skilji eitthvað eftir sig, svo sem styttu eða olíu á striga (sem hann reyndar gerir daglega). Fyrir mann sem hefur fylgst lauslega með verkum þessa ágæta listamanns kom þessi gjörningur mér reyndar ekki svo á óvart. Þetta virkaði á mig eins og eðlileg framvinda af fyrri verkum þessa nánast óbærilega rómatíska og glaðværa listamanns.
Það sem er mér óskiljanlegt er hvernig á að blanda þjóðarstolti eða þjóðarskömm inn í gjörning sem í öllu virðist ekkert með hugtakið þjóðerni hafa.
En séu menn svo viðkvæmir eða skildum við segja barnalegir að halda að verk eins manns, sem er ekki skildur manni nema lauslega af hugtaki sem skiptir ætið minna máli í heimi internets og alþjóðasamskipta (auk alþjóðlegrar sjálfsvitundar), kasti skugga persónulega á mann sjálfann: Mæli ég með þessari lesningu.
http://www.whitewallmag.com/2009/06/23/the-icelandic-pavilion/
Í þessari umsögn varð ég ekki var við nokkra háðung í garð íslensku þjóðarinnar. Varla sá ég hana heldur nefnda á nafn því verkið snýst ekki um Ísland eða íslendinga. Hins vegar mælti hann með því að fólk færi að sjá sýninguna og njóta hennar. Sem betur fer hafa margir farið eftir því.
Allir geta hinsvegar haft sinn persónulega smekk. Ekki halda að það gefi manni samt rétt til að tala fyrir hönd heillar þjóðar.
Sbr. ["ef til vill hefur fólk gaman að því að kíkja inn í skálann til að hlæja svolítið að Íslendingum, sem um þessar mundir mega nú ekki við meiri niðurlægingu á alþjóðavettvangi en orðið er".]
Hákon Pálsson (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 00:48
Grínið er lítið betra þó það sé sett í búning "alþjóðavæðingar", enda er þetta grín á kostnað íslenskra skattgreiðenda, eins og önnur og reyndar stærri og afdrifaríkari útrás.
Axel Jóhann Axelsson, 2.7.2009 kl. 10:09
Hver talaði um alþjóðavæðingu? Auðvitað er þetta borgað með skattpeningunum okkar eins og fyrri ferðir til Feneyja þar með talið uppsetningin á huldukindinni fyrir tveimur árum. Hvar var blæðandi hjartað þá?
Eins borgar ríkið með eða að fullu leiti ferðir á Eurovision á hverju ári, ferðir landsliða Íslands, Expó, sendiráð sem standa tóm o.s.frv. Eina sem ég var að segja að þó þér fynnist þetta ekki merkileg sýning veitir þér ekki neinn rétt til að veifa íslenska fánanum, væla um brotna þjóðarsál eða syngja Öxar við ána.
Eina sem ég bið um er að fólk kynni sér viðbrögð "hlæjandi" útlendinganna áður en að það fer að halda upp, jah hvernig á að segja það. Lygum. Hvaðan hefurðu þessa hugmynd. Hvernig ransakaðirðu viðbrögð gagnrýnenda og áhorfenda? Með því að sitja í stól? Sýninginn hefur fengið mikið umtal, glimrandi dóma eins og gengur og gerist, frábærar viðtökur og dúndrandi aðsókn. Alltaf hefur fólk mismunandi skoðanir en viðtökur eru góðar. Hvar eru hlæjandi útlendingarnir? Ég óska hér með eftir ritaðri grein eða viðtali í hljóði eða mynd sem gefur dæmi um hina vondu hlæjandi útlendinga.
Hverju á svo að bæta við næst í þessa umræðu? ESB? Free Trade? Réttindum dýra? Landbúnaðarstyrki? Það gengur ekki að nota upphrópanir eins og útrás!! og vona að það festist einhvern veginn við viðburð sem hefur ekkert með þá fásinnu að gera.
Hákon P (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 14:07
Ríkið borgar ekki ferðir á Eurovision, kostnaðurinn er tekinn af rekstrarfé sjónvarpsins, sem innheimt er með afnotagjöldum og auglýsingum, íþróttahreyfingin greiðir fyrir landsliðsferðirnar, en fær að vísu styrki frá ríkinu, en aðaltekjurnar koma frá styrktaraðilum og lottói og sýnendur taka þátt í kostnaði við Expo. Þetta skiptir að vísu engu máli, en fyrst þú nefndir þetta, er rétt að leiðrétta það.
Hvað svo sem "listunnendur" segja um að heysátur eða mannaskítur í dós og annað álíka, séu listaverk, eru miklu fleiri sem líta á þetta eins og hverja aðra vitleysu, eða grín. Fjöldinn allur dásamaði nýju fötin keisarans, þótt hann væri nakinn. Engu máli skiptir þó "listunnendurnir" séu erlendir, grínið er það sama fyrir því.
Þótt fjölmenni komi á einhverjar sýningar, segir það ekkert um gæði þeirra og þótt einhverjir dámsami þær í "nýlistatímaritum" verða föt keisarans ekki fínni við það. Ekki einu sinni þó það sé útlendingur, sem ekki sér nektina.
Axel Jóhann Axelsson, 2.7.2009 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.