Kúgunarlán (ó)vinaþjóða

Skrifað var undir lánasamninga við norðulöndin í morgun og er látið að því liggja, að um sérstakt vinarbragð við Íslendinga sé að ræða, eða eins og segir í sameiginlegri tilkynningu norrænu ríkjanna:  "Lánin sem eru til 12 ára leggja Íslandi til mikilvæga fjármögnun til langs tíma og sýna um leið samstöðu lánveitenda með Íslendingum og staðfastan langtímastuðning þeirra við Ísland í þeirri erfiðu stöðu í efnahags- og fjármálum sem nú er við að glíma."

Ekki ristir þessi samstaða og staðfasti langtímastuðningur við Ísland dýpra en svo, að ýmsir fyrirvarar eru settir fyrir þessum lánum, samkvæmt tilkynningunni:  "Lánsféð verður ekki borgað út um leið og samningarnir hafa verið undirritaðir. Lánin verða borguð út í fjórum jöfnum hlutagreiðslum sem eru tengdar fjórum fyrstu endurskoðunum á efnahagsáætlun Íslands með AGS, og er hver greiðsla háð því að viðkomandi endurskoðun hafi verið samþykkt."

"Ísland hefur skuldbundið sig til þess að framkvæma þá stöðugleika- og umbótaáætlun í efnahagsmálum sem samið hefur verið um við AGS. Í þessu sambandi eru samningar Íslendinga við Breta og Hollendinga um uppgjör skuldbindinga Íslands vegna Icesave-málsins mikilvægur áfangi."

Þegar betur er gáð að, er þetta alls ekki vinargreiði, heldur hluti af kúgun ESB og Noregs til að neyða Íslendinga til að samþykkja ríkisábyrgðina á Icesave skuldum Landsbankans.

Sú vísa veður aldrei of oft kveðin, að þjóð sem á slíka vini, þarfnast engra óvina.


mbl.is Vaxtakjör ekki gefin upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Allt er fært út á versta veg, ef einhver vill lána okkur er það þegar tortryggilegt. Ef ég væri sænskur ríkisborgari hefði ég sturlast ef lána ætti Íslendingum svo mikið sem eina krónu. Með frekjunni og siðleysinu ruddust við út með frekjunni ætlum við að heimta allt til baka. Er ekki kominn tími til að lækka í okkur rostann.

Finnur Bárðarson, 1.7.2009 kl. 14:55

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ætli það sé svo mikill rostinn í okkur Íslendingum þessa dagana.  Það sem er meira en lítið óviðeigandi í þessari sameiginlegu tilkynningu norðulandanna er, að þessi lánveiting sé gerð af samstöðu lánveitenda með Íslendingum og staðfastan langtímastuðning þeirra við Ísland  og bæta svo við, undir rós, að ekkert verði af þessu, nema Íslendingar verði áður búinir að samþykkja ríkisábyrgð á skuldir Landsbankans.

Íslendingar eiga að standa við skuldbindingar sínar og ef ekki er samkomulag um, hverjar þessar skuldbindingar eru, þá á að leysa slík mál fyrir dómstólum, en ekki með stríðsátökum.  Ekki þarf að heyja stríð með hefðbundnum vopnum gegn örríki, eins og Íslandi. 

Efnahagsleg vopn eru notuð í þessu stríði ESB og Noregs gegn Íslendingum og Icesave ríkisábyrgðin eru þær stríðsskaðabætur sem Íslendingar eru neyddir til að taka á sig, sem sigruð þjóð.

Axel Jóhann Axelsson, 1.7.2009 kl. 15:14

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Væri ekki rétt af skattgreiðendum að taka upp þann nýja sið stjórnmálamanna að gefa ekki upp tölur sem skipta máli.  Þetta á t.d. við vaxtakjörin samkvæmt þessari frétt, hver kaupverð ríkis og borgar var á tónlistarhúsinu frá gjaldþrota Portusi.

Af hverju ættu launþegar að skila skattframtali með tölum, þegar þetta er hvort sem er allt orðinn einn allsherjar trúnaður?

Magnús Sigurðsson, 1.7.2009 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband