1.7.2009 | 11:18
Vaðall um göng
Svo virðist sem Kristján L. Möller, samgönguráðherra, virðist ætla að setja Vaðaheiðargöng fremst í forgangsröð vegaframkvæmda. Eins og nafn embættis hans bendir til, er hann ráðherra samgangna en ekki bara jarðganga. Samgöngubætur út frá höfuðborginni eiga skilyrðislaust að fara fremst í forgangsröðina núna þegar takmarkað framkvæmdafé er til skiptanna.
Það er hvorki sá umferðarþungi um Víkurskarð, né það margir dagar sem hálka og ófærð tefur þar umferð, að það réttlæti að taka Vaðlaheiðargöng fram fyrir aðrar brýnar vegaframkvæmdir. Það á að flýta framkvæmdum út frá Reykjavík, bæði í austur og vestur og flýta ákvörðun um Sundabraut.
Að ætla að taka tiltölulega fáfarna vegi fram yfir vegabætur á suðvesturhorninu, er óskiljanlegt fyrir fólk sem þarf að eyða klukkutíma í að komast frá Selfossi til Hveragerðis á háannatíma. Það hlýtur að vera hægt að gera kröfu um úrbætur á þessu áður en mönnum dettur í hug að fara í nokkrar aðrar framkvæmdir.
Þó norðlendinar séu alls góðs maklegir, þá verða Vaðlaheiðargöng að fara aftarlega í framkvæmdaröð.
Funda með samgönguráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég bjó nánast við hliðina á Víkurskarðinu til fjölda ára og og það get ég sagt ykkur að þar er hlutfallslega meiri umferð en á suður og vesturlands vegi þegar tillit er tekið til íbúa fjölda á svæðinu. Um Víkurskarð fara ef ég man rétt á milli 1500 og 2000 bílar á dag að meðaltali. Ég bjó við hliðina á þjóðvegi 1 og ók þennan veg mörgum sinnum á dag þar sem ég var landpóstur á þessum slóðum frá 1986 til 2000. Vegurinn í sjálfu sér ber þessa umferð en Víkurskarðið er einfaldlega ÓFÆRT um leið og vind hreyfir á veturna. Hafa menn kannað hversu oft Víkurskarðið er ófært miðað við þá vegi sem um er rætt. Það er meinið að þar eru allt of margir dagar sem Víkurskarðið er kolófært og það eru klárlega samgöngu skerðing fyrir þá sem þurfa að nota veginn.
Það skal tekið fram að ég styð heilshugar breikkun suðurlandsvegar. Ég á reyndar dóttir á Selfossi sem notar þennan veg mikið. Það sem ég er pirraður á í þessari umræðu er að þurfa endilega að vera með skítkast út í Norðlendinga vegna þassa máls.
Þröstur (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 12:06
Hér er síður en svo verið með skítkast út í norðlendinga, enda lærðist af langri búsetu norðanlands, að á ýmsu getur gengið með að komast á milli staða í vestu vetrarveðrunum þar. Sunnanlands er allt annað veðurfar og vegir teppast miklu sjaldnar vegna verðurs og snjóa, þó það gerist stundum. Vandamálið er frekar það, að sunnlendingar kunna ekki að keyra í snjó og hálku og hún kemur þeim allaf jafn mikið á óvart á veturna.
Umferðaþunginn sunnanlands er hins vegar svo mikill, að það er ekki réttlætanlegt að menn sitji nánast tímunum saman í umferðateppum vegna þess að vegakerfið er þar í fjársvelti, jafnvel á meðan unnið er á fullu við gangagerð á tiltölulega fáförnum leiðum. Víkurskarðið flokkast líklega ekki undir fáfarna vegi, en eftir sem áður verður að gera þá kröfu, að umferðaþungi ráði framkvæmdaröðun, þegar fjármagn er af skornum skammti.
Axel Jóhann Axelsson, 1.7.2009 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.