Tinna eða Kolla

Ekki er vitað annað en Tinna Gunnlaugsdóttir hafi staðið sig vel í starfi Þjóðleikhússtjóra og verið tiltölulega óumdeild í starfi, þó reikna megi með því að einhverjir hefðu viljað að hún stjórnaði eitthvað öðruvísi en hún hefur gert.  Aldrei eru allir ánægðir með nokkurn stjórnanda og yfirleitt finnst alltaf einhver, sem telur sig vita betur en viðkomandi, eða telur að framhjá sér hafi verið gengið með eitthvað, sem hann hefur talið sig eiga rétt á.

Tinna ætti því, samkvæmt öllum sanngirnisreglum, að vera örugg um endurráðningu, en þar sem hún liggur undir grun um að vera jafnvel stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins, þá er mjög líklegt að núverandi menntamálaráðherra sniðgangi hana og ráði sína Kollu í starfið.

Þrjá eða fjóra mánuði tók að ráða Má Guðmundsson í starf seðlabankastjóra, til að sýna hvað ráðningarferlið væri hlutlaust og faglegt, þó allir vissu frá því að nöfn umsækjenda voru birt, að Már yrði ráðinn í embættið.

Ekki er ósennilegt að það sama verði uppi á teningnum með Kollu.

 


mbl.is Tíu sóttu um starf Þjóðleikhússtjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband