Álfheiður alltaf rökföst

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður vinstri grænna, segir að þjóðin hafi kosið um Icesave málið í apríl s.l., en ekki er nú víst að margir taki undir það, a.m.k. var afar lítið talað um það mál, frekar en önnur brýn mál, í kosningabaráttunni.  Þeir sem minntust eitthvað á Icesave voru vinstri grænir og þá eingöngu til að lýsa andstöðu sinni við alla samninga um málið.  Hafi einhver kosið í kosningunum á grundvelli Icesave, hefur sá hinn sami væntanlega kosið VG vegna eindreginnar andstöðu þeirra við alla nauðasamninga við Breta og Hollendinga.

Þegar Álfheiður taldi upp þau erfiðu mál, sem nú er við að eiga, sagði hún m.a:  "Þar á meðal er Icesave, þar á meðal er núna 9% atvinnuleysi, þar á meðal eru skuldaklafar heimila og fyrirtækja, 500 milljarðar í nýtt bankakerfi. Ég verð að segja að Icesave er ekki stærsta málið af þessum málum í mínum huga."

Icesave er ekki erfiðasta málið í huga stjórnarliða, enda hafa þeir ekki klárað að leysa eitt einasta af öðrum málum sem Álfheiður telur upp.  Stjórnin hefur hins vegar aukið á vanda heimilanna með skattahækkunum sem hækkað hafa neysluverðsvísitölu og þar með húsnæðislánin, krónan veikist stöðugt, þannig að erlendu lánin hækka og verðbólga lækkar ekkert.  Bankakerfið er ekki enn orðið starfhæft og Fjármálaeftirlitið hefur nú gefið stjórnvöldum lokafrest til 17. júlí til að ganga frá því máli.

Það er undarlegt hvað VG misskildi Icesave gjörsamlega fyrir kosningar, fyrst málið er svona smátt og einfalt í þeirra huga.


mbl.is Þjóðin kaus um Icesave í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki sá ég það á mínum kjörseðli . Kannski var svindlað á mér....Ætti ég að reyna að kæra ?

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband