Forsetinn til séstaks saksóknara

Það verður að teljast vera auðugt ímyndunarafl að láta sér detta í hug að forsetinn verði ráðinn til sérstaks saksóknara til að hafa milligöngu um yfirheyrslur yfir erlendum samstarfsmönnum íslenskra fjárglæframanna.  Margur myndi láta sér detta í hug, að forsetinn hefði sjálfur stöðu grunaðs manns í máli sjeiks Mohamed Bin Khalifa Al-Thani, eða yrði a.m.k. kallaður fyrir sérstakan saksóknara sem vitni, enda nátengdur báðum málsaðilum.

Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, emírinn af Katar og Össur Skarphéðinsson.  Á þessari mynd er annar vinur sjeiksins, sem væri líklegri til að geta sett sig í samband við fjölskylduna vegna yfirheyrslnanna, enda gegnir hann, þó ótrúlegt sé, embætti utanríkisráðherra Íslands, en það er sjálfur Össur, grínari.

Hann og flokkur hans hafa haft mikil og góð samskipti við allnokkra af svokölluðum útrásarvíkingum og voru milils metin af þeim, fyrir mikla og góða hjálp, þegar vondir menn reyndu að fá þá dæmda fyrir fjárglæfra fyrir nokkrum árum.

Annars er ekki að vita, nema hann þurfi sjálfur að mæta hjá saksóknaranum, til að vitna um þessa vini sína og forsetans.


mbl.is Forsetinn útilokar ekki aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband