Veik króna - veikari stjórn

Forgangsmál núverandi ríkisvinnuflokks, undir stjórn Jóhönnu, ríkisverkstjóra og Steingríms, fjármálajarðfræðings, átti að vera að styrkja gengi krónunnar, lækka stýrivexti, koma atvinnulífinu í gang á ný og mynda tjaldborg (afsakið, skjaldborg) um heimilin í landinu.

Nú er þetta eitthvað breytt, því nú er það eina sem getur bjargað þjóðinni og atvinnulífinu, að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave skuldir Landsbankans, því verði það ekki gert munu allir vinir yfirgefa okkur og þar á meðal "vores nordiske venner".  Þegar búið verður að samþykkja skuldaklafann vegna Icesave, mun á ný hefjast söngurinn um að eina bjargráð þjóðarinnar verði að ganga í ESB, því annars munu Íslendingar verða algerlega vinalausir og jafnvel tapa "vores nordiske venner".

Nú er alveg hætt að tala um að styrkja krónuna, eða eins og verkstjórinn lætur hafa eftir sér:  "Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir viðbúið að íslenskt efnahagslíf þurfi að búa við veika krónu og háa stýrivexti. Aðgerðir stjórnvalda á sumarmánuðum muni miða við að skapa aðstæður fyrir frekari lækkun stýrivaxta"

Fréttamönnum dettur ekki í hug að spyrja um öll fyrri fyrirheit og forgang.  Ekki dettur þeim heldur í hug að krefjast skýringar á því, hvernig umsókn um aðild að ESB eigi að styrkja krónuna, enda er verkstjórinn látinn komast upp með þessa fullyrðingu;  „Mín skoðun er samt sú að við munum um einhvern tíma, kannski of langan, búa við of veika krónu og svarið við því er bara eitt, að sækja um aðild að Evrópusambandinu,“ segir Jóhanna."

Ef ekki væri vitað um ESB áhuga flestra fréttamanna, gæti sá grunur vaknað að þeir nenntu ekki að spyrja frekar út í þetta.

Líklega vegna þess að þeir vita að svarið er alltaf eins og algerlega innantómt.


mbl.is Hærri skattar og veik króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Er það ekki örugglega alveg á hreinu að um leið og umsóknin dettur inn um póstlúguna í Brussel, að þá mun svífa hér yfir álfkona á bleiku skýi, og strá stjörnum yfir mannskapinn og allt verður gott aftur?  Svoleiðis er það í ævintýrunum.  Þannig kemur málflutningur ríkisstjórnarinnar og ESB áhugamanna mér fyrir sjónir.  Málið er að þetta verður ekki ævintýri, þetta verður martröð.

Sigríður Jósefsdóttir, 26.6.2009 kl. 10:07

2 identicon

Að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Það tekur áratugi fyrir íslendinga að losna við vísitöluhringavitleysuna, háa vexti og verðtryggingarbullið og það verður engin aðild fyrr en þau mál verða leyst.

Jónas K. segir að íslendingar séu fífl. Hvað finst þér?

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 10:15

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Íslendingar eu almennt engin fífl.  Hinsvegar virðast stjórnvöld oft standa í þeirri meiningu.

Axel Jóhann Axelsson, 26.6.2009 kl. 10:29

4 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Góður vinur minn sagði mér að honum fyndist að við ættum að neita að skrifa undir icesave samningana nema í Versölum, bara svo það sé á hreinu hvaða augum við lítum þá. Ég er í það minnsta hrifinn af svona táknrænum tilburðum.

Ég er ekki viss um að segja sig úr NATO hjálpaði nema að fyrir lægi varnarsamningur við Rússa, NATO þjóðirnar eru nefnilega afar viðskotaillar á hernaðarsviðinu og ekki gott að segja hvort NATO þjóðir myndu ekki sæta lagi við úrsögn og hernema bara klakann upp í skuldir, ég gæti alveg trúað Bretum til þess. Það væri nokkuð umdeilt en kostaði ekki blóðsúthellingar, bara hernema landið og rífast svo við norðurlandaþjóðirnar um það í 20 ár.

Þar sem við erum herlaus og myndum ekki verja okkur þá sé ekki að það sé nema blæbrigðamundur á hernámi og hryðjuverkalögum.

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 26.6.2009 kl. 11:25

5 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Sæll Þór.

Ég er þér bara sammála. Helst vildi ég ekki vera með í NATO þar sem ég er bara yfirhöfuð á móti hernaði.

Ég sé engin gullfjöll í Evrópu og er þeirrar skoðunar að við eigum að sjá um okkur sjálf að eins miklu leyti og við getum. Ég hef afar takmarkaða trú á hagkvæmni stærri eininga og tel í raun að þær bjóði bara upp á aukinn ytri kostnað sem fer framhjá bókunum og lendi á samfélaginu í staðinn fyrir að vera með í rekstrinum, samanber að stóla á niðurgreiddar samgöngur til að nálgast vörur frekar en að framleiða sjálfur og þessháttar. Mikið er nú rætt um of stórar rekstrareiningar (Too big to fail) sem hæglega myndast í lagaumhvefi sem lætur undan þrýstingi fyrirtækja. Mér er það afar mikilvægt að þannig þrýstingur sé almenningi sjáanlegur og ég er efins um að Evrópusambandið sé gangsærra en það sem við búum við hér á landi nú, sem þó þarfnast endurskoðunar.

Afsakið blaðrið en ég bara sit sjaldan á mér :)

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 26.6.2009 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband