Skattasamningar

Eins og venjulega í þeirri opnu og gagnsæju stjórnsýslu, sem nú er viðhöfð í þjóðfélaginu, fær pöpullinn ekkert að vita um hvað er verið að semja í Karphúsinu, frekar en annað, sem sýslað er við á opinberum vettvangi.  Fólki verður bara stillt upp við vegg og sagt að þetta sé það sem til boða standi og ekki annað að gera, en að samþykkja það.

Það eina, sem virðist vera hægt að átta sig á, er að stjórnin hafi verið pínd til að falla frá einhverjum smávægilegum hluta, þeirrar skattpíningar sem framundan er.  Til að friða opinbera starfsmenn og fá þá til að vera með í sumargjöfinni til landsmanna, var einfaldlega slegið á frest, að gera uppskátt um skattpíninguna á árunum 2011 - 2013.

Eins og þetta virðist líta út, er ríkisstjórninni að takast að fá aðila vinnumarkaðarins til að samþykkja gífurlega skattpíningu almennings á næstu árum, í stað sparnaðar í ríkisrekstrinum.

Hafi ekki tekist að fá ríkisstjórnina til að hætta við niðurskurð verklegra framkvæmda og spara í staðinn í rekstrinum, væri þetta algerlega óviðunandi niðurstaða.  Takmarka á opinberar framkvæmdir á þenslutímum, en auka þær verulega í niðursveiflum. 

Nú er tími fyrir miklar opinberar framkvæmdir, en blóðugan niðurskurð í rekstri.


mbl.is Ekki meira en 45% skattar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband