Eftir uppskriftinni

Í þessu bloggi var því spáð að Hannes Smárason myndi áfrýja til Hæstaréttar úrskurði Héraðsdóms um að húsleitir efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á heimilum hans og víðar, væru löglegar.  Það sem er athyglisvert er, að lögmaður hans sendir mikla varnarræðu með áfrýjuninni, sem halda mætti að ætti betur heima sem hluti af vörn fyrir rétti, þegar ákæra verður lögð fram.

Í niðurlagi bréfs lögmanns Hannesar segir að allt bendi til þess að rannsóknin hafi farið af stað án þess að nægilegra gagna hafi verið aflað.  Ætli húsrannsóknirnar hafi ekki einmitt verið hugsaðar til að afla nægilegra, eða a.m.k. fleiri, gagna?  Ekki hafa þær verið hugsaðar sem kurteisisheimsóknir, eða kaffispjall, eða bara af því að löggurnar hafi langað til að sjá húsakynnin. 

Hannes segir í sinni yfirlýsingu, að hann muni ekki fjalla meira um málið á opinberum vettvangi fyrr en því verði lokið og væntir þess að aðrir aðilar málsins geri það ekki heldur.  Ekki er nú alveg ljóst hverjir þessir "aðrir aðilar málsins" eru, en ef hann á við að fjölmiðlar og almenningur eigi ekki að ræða málið neitt, þá mun honum alls ekki verða að þeirri ósk sinni.

Þetta mál fer algerlega af stað eftir uppskrift Baugsmálsins fyrsta.  Svo mun einnig verða um öll önnur mál, sem á eftir munu koma.

Að lokum mun verða til heil uppskriftabók um varnir fjárglæframanna fyrir dómstólum. 


mbl.is Hannes segist ekki hafa brotið lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Ég legg til að samin verði kokkabók um hvernig sé best að steikja þessa fjárglæframenn á eldi réttvísinnar.

Þráinn Jökull Elísson, 25.6.2009 kl. 04:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband