Ríkisverðbólga

Vísitala neysluverðs hækkar milli mánaðanna maí og júní um 1,38% og munu verðtryggð lán hækka sem því nemur.  Þessi vísitöluhækkun er alfarið í boði ríkisstjórnarinnar og frekari hækkun hennar boðuð með skattahækkunum í næsta mánuði.

"Verð á bensíni og díselolíu hækkaði um 7,8% (vísitöluáhrif 0,36%) og verð á áfengi og tóbaki um 9,8% (0,32%) og er það að hluta til vegna hækkunar gjalda. Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 1,2% (0,17%)."  Hækkun á eldsneytissköttum er ekki komin inn í vísitöluna en mun gera það í næsta mánuði.  Verð á mat og drykkjarvöru er öll tilkomin vegna lækkunar á gengi krónunnar, en ekkert er gert til að styrkja gengi hennar.

Á sama tíma og ríkisstjórnin hamast við að hækka bæði gengis- og verðtryggð lán, er allt í hnút í Karphúsinu, vegna ósamkomulags við ríkisstjórnina um sparnað í ríkisfjármálum á árunum 2011 - 2013, en skattahækkanir sem fyrirhugaðar eru á þeim árum eru svo gífurlegar, að aðilar vinnumarkaðarins telja, að hvorki atvinnulíf né almenningur muni geta staðið undir slíkri skattpíningu.

Hvað sem öðru líður, mun ríkisverðbólgan ekki hjaðna á næstunni.

 


mbl.is Verðbólga eykst á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband