Alþingi á ekki að staðfesta

 

Tryggvi Þór Herbertsson bendir á leið út úr Icesave ruglinu, sem væntanlega myndi ekki setja íslenska þjóðarbúið á hausinn, en í fréttinni kemur fram að:  "Tryggvi Þór segist vilja, að málið verði leyst með því að gefa ríkisábyrgð á óbreyttan samning en þó með því skilyrði að við þyrftum aldrei að greiða meira en eitt prósent af landsframleiðslu á ári í sjö ár.

Hann viðurkennir að sjálfstæðismenn hafi í raun rutt veginn með því að samþykkja að semja um greiðslur vegna Icesave reikninganna án þess að málið fari fyrir dómstóla. Íslendingum hafi verið stillt upp við vegg af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu vegna EES samningsins og aðeins hafi verið samþykkt að fara samningaleiðina. Hann spyr þó hvort það sé fimmhundruð milljarða virði að hafa þá góða. Sjálfur telji hann ekki að svo sé."

Íslendingar voru þvingaðir til þess að fara samningaleið, en ekki dómstólaleið, vegna hagsmuna ESB, en ekki Íslands og auðvitað var það aumt, að láta kúga sig til að samþykkja yfirleitt að fara samningaleiðina.  En það að fara samningaleiðina, er ekki það sama og að samþykkja hvað sem er.  Ef gagnaðilarnir hafa talið að það þýddi það, að þeir gætu kúgað íslensku samninganefndina til að samþykkja hvaða afarkosti sem er, þá verður Alþingi að snúa þessu máli á upphafsreit.

Samningurinn var undirritaður með fyrirvara um samþykki Alþingis, þannig að hann hefur ekkert gildi fyrr en sú staðfesting liggur fyrir.  Fáist hún ekki, hlýtur málið að fara sjálfkrafa á byrjunarreit aftur.

Þetta yrði dýrari aðgöngumiði að ESB en Íslendingar geta réttlætt að kaupa.


mbl.is Icesave kostar minnst 300 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hlakka til að sjá hvernig þingmenn okkar greiða sitt atkvæði vegna þessa samnings!

Og nú gildir að þeir ALLIR gefi sitt atkvæði - AFGERANDI - AF eða Á - hér þýðir ekkert að vera fjarverandi eða reyna að koma sér undan að sýna okkur þeirra afstöðu til samningsins!

Hrönn Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband