20.6.2009 | 14:08
Sjóðasukkið endurvakið
Á árum áður, þegar vinstri stjórnir voru við völd í landinu, var lausn á öllum vandamálum, að búa til sérstakar stofnanir og sjóði, til að "fylgjast með" og millifæra fjármuni milli fyrirtækja og atvinnugreina.
Sjálfsagt eru allir búnir að gleyma, Bjargráðasjóði, Verðjöfnunarsjóði sjávarútvegsins, Iðnlánasjóði, Stofnfjársjóði landbúnaðarins, Stofnsjóði verslunarinnar, Byggðastofnun (sem enn er við lýði og lánar til vonlausra fyrirtækja) o.s.frv., o.sfrv. Þessum stofnunum öllum, þar sem fjöldi fólks vann, var ætlað að bjarga atvinnulífinu, sem alltaf var á hausnum, en manna á meðal var þessi starfsemi yfirleitt ekki kölluð annað en "sjóðasukk".
Nú á að endurvekja þessa drauga undir nýjum nöfnum: Bankasýsla ríkisins, Eignaumsýslufélag ríkisins, og áfram mun hugmyndaflug vinstri manna blómstra á þessu sviði. Á sama tíma og talað er um niðurskurð í ríkisfjármálum, á nú að stofna ótal nýjar stofnanir, nefndir og ráð, til að fylgjast með og aðstoða atvinnulífið. Sagt er að í Bankasýslu ríkisins eigi að starfa 3-5 menn og stofnunin verði lögð niður eftir fimm ár. Trúi því hver sem vill, að ríkisstofnun verði lögð niður, bara rétt sí svona, og að ekki verði komnir þangað 50 starfsmenn, eftir tvö ár, vegna "aukinna verkefna".
Þetta verða gósentímar fyrir ríkissósíalistana.
Hver skyldi verða ráðinn "sýslumaður" í þessari nýjustu sýslu landsins?
Stofna Bankasýslu ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sovét-Ísland óskalandið hvenær kemur þú?
Sovét-Ísland
Sovét-Ísland
óskalandið
hvenær kemur þú?
Er nóttin ekki orðin nógu löng
þögnin nógu þung
þorstinn nógu sár
hungrið nógu hræðilegt
hatrið nógu grimmt?
Hvenær...?
Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.6.2009 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.