19.6.2009 | 17:18
Blóðugur niðurskurður í fjármálum heimilanna
Ríkisvinnuflokkurinn, með Steingrím Jong Sig., er blóðugur upp fyrir axlir þessa dagana í niðurskurði. Hann er ekki að skera niður í rekstri ríkissjóðs, heldur í rekstri heimila og fyrirtækja í landinu og í þeim efnum eru hendur látnar standa fram úr ermum.
Samkvæmt fréttinni, telur Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans ekki miklar líkur á stýrivaxtalækkun þann 02. júlí n.k., enda hefur ekkert gengið með nokkurn skapaðan hlut hjá ríkisvinnuflokknum, annað en skattahækkanir. T.d. kemur fram að: "Ljóst sé að nýir efnahagsreikningar ríkisbankanna og uppgjör við gömlu bankanna muni ekki liggja fyrir fyrr en eftir 17. júlí. Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi ekki afgreitt næstu greiðslu á láni sjóðsins og tvíhliða lánasamningum við vinaþjóðir sé ekki lokið. Þá ríki nokkur óvissa um hvenær lög um Icesave samningana við Hollendinga og Breta verði samþykkt af Alþingi."
Hvað síðasta liðinn í þessari upptalningu varðar, þá verður hann líkast til aldrei samþykktur af Alþingi, enda engin ástæða til að veita ríkisábyrgð á þessa skuldbindingu gömlu einkabankanna.
Hugsun vinstri manna er ávalt sú, að almenningur kunni ekkert með peningana sína að fara og þeir séu betur komnir í ríkissjóði, þar sem útvaldir kommisarar útdeili þeim, sama almenningi til heilla.
Þeir sem ennþá hafa vinnu, aldraðir og öryrkjar, eru ekki of góðir til að halda uppi hítinni, sem er svo vel rekin, að hvergi er hægt að spara eina krónu.
130 þúsund á fjölskyldu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rifjum aðeins upp, Axel.
1. Er Landsbankinn rétti aðilinn til að rífa kjaft um skattahækkun og niðurskurð? Landsbankinn! Hagdeild!!
2. Vegna hverra orsaka hverra flokka verða núverandi stjórnarflokkar að grípa til óyndisúrræða?
3. Þarf að fylla upp í ógurlegt gat ríkissjóðs með einhverjum hætti? Ef svo er, hvernig myndir þú gera þetta öðruvísi en ráðgert er?
Friðrik Þór Guðmundsson, 19.6.2009 kl. 17:36
Friðrik það er gert með því að skera niður t.d. í utanríkisráðuneytinu (ekkert heyrst um það). Það er vel hægt að skera meira niður enda blés ríkiskerfið út á síðustu árum. Letta eru t.d. mun duglegri við það en Íslendingar og muna líklega ná sér fyrr út úr kreppunni vegna þess.
Þetta er bara einfaldlega vita vonlaus ríkisstjórn sem engann veginn er hægt að svara af viti fyrir.
Rúnar Már Bragason, 19.6.2009 kl. 21:08
Friðrik, það er svo simpilt að kenna einhverjum ákveðnum stjórnmálaflokkum um, hvernig útrásar- og bankamógúlar og fleiri glæframenni, að ekki sé sagt glæpamenn komu landinu á hausinn. Hér giltu lög og regluvert ESB og hvergi í Evrópu, eða annarsstaðar í heiminum er reynt að klína kreppunni á ríkjandi ríkisstjórnir á hverjum stað, hvað þá einstökum stjórnmálaflokkum. Sjálfsagt hefur Fjármálaeftirlitið ekki staðið sig sem skyldi, en ekki er hægt að kenna lögreglunni, hvað þá dómsmálaráðherra, um sektarboðið sem var að berast inn um bréfalúguna, vegna hraðaksturs.
Það er hárrétt hjá Rúnari Má, að það þarf að skera hraustlega niður í ríkisbákninu og leggja áherslu á að koma atvinnulífinu í gang á ný, fækka með því á atvinnuleysisskrá, auka veltu í þjóðfélaginu og þar með auka tekjur ríkisins á ný. Auðvitað munu einhverjar skattahækkanir reynast nauðsynlegar, en fyrr má nú rota, en dauðrota.
Ríkisstjórnin hét því að hlífa öldruðum og öryrkjum, sem hefur tekist að bæta kjör sín jafn og þétt, í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins, en fyrsta verk vinstri stjórnarinnar er, að taka hluta af þessum bættu kjörum til baka.
Það, ásamt öðru, verður þessari ríkisstjórn til ævarandi skammar.
Axel Jóhann Axelsson, 20.6.2009 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.