Svikastjórn

Jóhanna, ríkisverkstjóri, og Steingrímur Jong Sig., fjármálajarðfræðingur, hafa haldið því fram, frá því að þau tilkynntu trúlofun sína, að meginmarkmið þeirra væri að standa vörð um verlferðarkerfið í þeim efnahagsþrengingum sem nú er við að eiga.

Um nokkurt skeið hefur verið tekist á um sparnaðartillögur milli og innan stjórnarflokkanna og niðurstöður orðið nánast engar.  Aðallega hefur náðst sátt um aukna skattpíningu á almenning og fyrirtæki og þar með kynnt undir verðbólgu, sem aftur hækkar húsnæðislán heimilanna.

Þrátt fyrir margtuggin loforð um að ráðstafanir í efnahagsmálum yrðu ekki látnar bitna á elli- og örorkulífeyrisþegum, kemst ríkisvinnuflokkurinn að því góða samkomulagi, að byrja sparnað í ríkiskerfinu með því að skerða lífeyri elli- og örorkulífeyrisþega.  Svo er þessi skerðing fegruð með því að hnýta fögrum fyrirheitum inn í frumvarpið, eins og segir í fréttinni:  "Jafnframt er mikilvægt að áfram verði unnið að endurskoðun almannatryggingakerfisins í því skyni að gera það einfaldara og gagnsærra en þó fyrst og fremst með bættan hag aldraðra og öryrkja í huga," segir í frumvarpinu."

Fáum ríkisstjórnum hefur tekist að svíkja sín helstu loforð á jafn skömmum tíma og þessi svikastjórn sem nú situr.


mbl.is Skref til baka í réttindum aldraðra og öryrkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband