Hrakin úr einu víginu í annað

Í upphafi stjórnarsáttmála Smáflokkafylkingarinnar og Vinstri grænna er þessi grein feitletruð og undirstrikuð:

"Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir opinni stjórnsýslu, auknu gagnsæi og lýðræðisumbótum. Ríkisstjórnin mun kappkosta að byggja upp á Íslandi opið og skapandi umhverfi sem stenst samanburð við það sem best gerist í nágrannalöndum okkar í Evrópu, bæði að því er varðar efnahag og lífsgæði. Í þeim efnum horfum við sérstaklega til frændþjóða okkar á Norðurlöndum."

Frá því að þetta var sett á blað, hefur öll stjórnsýsla einkennst af leynd, hálfsannleik, blekkingum og jafnvel hreinum ósannindum.  Ríkisvinnuflokkurinn reynir eins og kostur er, að halda öllum upplýsingum um gerðir sínar og fyrirætlanir leyndum fyrir almenningi og ef kemst upp um einstaka fyrirætlanir er reynt að snúa út úr málum, segja hálfsannleik eða beita algerum blekkingum.

Oft verða ráðherrar og æðstu embættismenn þeirra tví- og þrísaga um málin og til að púsla saman réttum upplýsingum, þarf að toga allt út úr þessu fólki með töngum.

Þannig hrekst ríkisvinnuflokkurinn úr einu víginu í annað.

Að endingu verður ekkert vígi eftir.


mbl.is Icesave-samningar birtir í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Indriði Þorláksson fullyrti í Kastljósinu að "alþjóðasamfélagið" "vinaþjóðirnar" hafi sagt að þessir samningar væru alveg "frábærir" fyrir Ísland.

Hvenær fengu þær þá að lesa samningana?

Voru þeir ekki slíkt leyndarmál að raðlygararnir Jóhanna og Steingrímur lugu því til að Hollendingar og Bretar leyfðu ekki þjóðinni eða þingheimi að lesa þá, en reyndist síðan vera lygar og ólánsparið vildu einfaldlega leyna landráðstilrauninni með að varna landsmönnum aðgangi að samningunum.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband