13.6.2009 | 13:14
Eva Joly tali varlegar
Eins nauðsynlegt og það var að fá Evu Joly til ráðgjafastarfa hjá sérstökum saksóknara og þann aðgang að erlendu sérfræðinganeti, sem hún hefur tengsl við, þá verður hún, eins og aðrir, að skilja og fara eftir þeim lögum sem gilda í landinu. Hún getur ekki krafist afsagnar ríkissaksóknara, né talað óvarlega á opinberum vettvangi um þá einstaklinga, sem sæta nú rannsókn á stórkostlegum efnahagsbrotum.
Hér gilda ákveðin lög um vanhæfi og ekki verður betur séð, en ríkissaksóknari hafi farið eftir þeim, fyrir sitt leyti og Eva Joly þarf að sætta sig við það. Eins þarf hún að tala varlegar um grunaða einstaklinga til þess að gera sjálfa sig ekki vanhæfa, að íslenskum lögum. Hún, eins og aðrir, verða að vera tilbúnir að sæta gagnrýni fyrir sín störf, ef ástæða þykir til.
Hins vegar kemur gagnrýni Sigurðar G. Guðjónssonar, hrl., úr hörðustu átt, enda maðurinn einn af innstu koppum í búri útrásarvíkinganna og störf hans í bankaráði Glitnis örugglega til rannsóknar, eins og gerðir annarra banka- og útrásarmógúla.
Í Baugsmálinu fyrsta tókst sakborningunum að koma af stæð hreinu múgæði, til stuðnings hinum ákærðu og gegn ákærendum. Það má ekki gerast aftur, að þeim takist að gera saksóknarana tortryggilega og snúa nýju múgæði sér í vil. Reyndar er ekki útlit fyrir að það takist, því nú hata allir, sem elskuðu áður, Baugsliða sem og aðra glæframenn.
Sigurður G. er byrjaður að undirbúa vörnina fyrir sjálfan sig og félaga sína.
Það er svo sem ekkert við því að segja.
Málflutningur Joly gagnrýndur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég tek undir með þér að það er nauðsynlegt að hun gæti orða sinna. Ef hún á að geta komið að málinu þarf það að vera alveg á hreinu að ekki verði hægt að nota eitthvað sem hún hefur sagt, sem er ýmislegt, sem ástæðu til ógildingar. Við erum búin að horfa uppá í Baugsmálinu hvernig nær öll vinna lögfræðinga Baugsmanna fór í að finna galla í ákærum. Ekki í að verja gerða hluti.
Það má ekki gefa slíkan höggstað á málinu aftur.
Landfari, 13.6.2009 kl. 14:00
Joly er ekki rannsóknaraðili heldur einungis til ráðgjafar og getur sagt það sem henni sýnist.
Sigurður Þórðarson, 13.6.2009 kl. 14:02
Rétt hjá Sigurði. Og þar að auki hefur hún sagt " ef,hugsanlega ef réttreynist" Hún hefur engan dæmt eða sagt sekan um eitt eða neitt. Enn auðvitað er Sigurður hræddur sem og allir þeir er að sukkinu komu og þeir reyna að ljúga og spinna upp sögur um þessa mjög svo hæfu konu,enda er þetta sú sem mun koma þessu drullupakki í fangelsi þar sem þetta rusl á heima.
óli (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.