Komnir einni tröppu of ofarlega í getustiganum

Það sem einkennir ríkisvinnuflokkinn, er svokallað Peters lögmál, en það hljóðar svona:  "Hvar þar sem störfum er raðað eftir mikilvægi, hnikast hver starfsmaður upp eftir starfatröppunni, uns hann kemst einu starfi ofar en hann ræður við."

Þegar menn hugleiða þetta lögmál, dettur þeim strax í hug nokkur nöfn, t.d. Jóhanna Sigurðardóttir, Árni Páll Árnason, Össur Skarphéðinsson, Steingrímur J. Sigurðssson, Ögmundur Jónasson, Katrín Jakobsdóttir o.frv., o.sfrv.

Ríkisvinnuflokkurinn er búinn að hafa fjóran og hálfan mánuð til að vinna efnahagstillögur, en hefur ekki komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut í þeim efnum ennþá.  Nú situr flokkurinn í Ráðherrabústaðnum og reynir að sætta gjörólík sjónarmið ráðherranna til málsins, en heiftarlegur ágreiningur hefur verið milli stjórnarflokkanna og eins innan flokkanna sjálfra.

Þegar innsti koppur í búri smáflokkafylkingarinnar lætur hafa eftirfarandi eftir sér, þá hlýtur mikið að hafa gengið á áður, en fréttin endar svona:  "Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, sagði í samtali við blaðamann mbl.is í dag að hann vonaðist til þess að fá skýrari svör varðandi það hvað ríkisstjórnin ætlist fyrir á fundinum varðandi rekstrargrundvöll fyrirtækja.

„Það virðist ekki standa á því að hækka skatta og gjöld en hvað varðar aðgerðir til að tryggja rekstur fyrirtækja höfum við ekki enn fengið nein skýr svör," sagði hann. „Það sem við höfum verið að biðja um er að fá að sjá heildarpakka og lausnir inn í framtíðina. Vonandi styttist í að við fáum að sjá eitthvað slíkt."" 

Aðilar vinnumarkaðarins hafa verið að biðja um að fá að sjá einhverjar tillögur um aðgerðir og það hefur öll þjóðin verið að gera líka.

Vonandi dettur vinnuflokkurinn ekki afturábak niður getustigann.

 


mbl.is Fulltrúar boðaðir til fundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband