Ríkisstjórninni bjargað?

Ríkisvinnuflokkur Smáflokkafylkingarinnar og VG er einhver ráðalausasta og ósamstæðasta ríkisstjórn, sem landinu hefur "stjórnað" síðan á Framsóknaráratugnum (sem flestir eru búnir að gleyma, sem betur fer).

Ekki gat vinnuflokkurinn komið sér saman um aðildarumsókn að ESB og vísaði því máli til afgreiðslu stjórnarandstöðunnar.  Ekki getur hann heldur komið sér saman um Icesave samninginn og Jóhanna, ríkisverkstjóri, segist treysta því að Sjálfstæðisflokkurinn bjargi vinnuflokknum í því máli.  Smáflokkafylkingin og VG geta ekki komið sér saman um ríkisfjármálin og taka efnahagstillögum Sjálfstæðismanna fagnandi, enda gætu þær bjargað vinnuflokknum í þeim málum.

Hvað skyldi þessi vinnuflokkur VG og Smáflokkafylkingarinnar ætla að hanga lengi við stjórnvölinn, án þess að koma sér saman um nokkurn hlut?  Auðvitað á hann að lýsa yfir uppgjöf og fara strax frá völdum og koma þeim í hendur þeirra, sem treysta sér til að stjórna.

Honum er alls ekki viðbjargandi.


mbl.is Sjálfstæðismenn til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bilunin er með slíkum eindæmum að til eru þingmenn sem ætla að skrifa undir samning sem þeir hafa aldrei lesið og fá ekki að lesa vegna þess að þeir sem eru að kúga þjóðina Bretar og Hollendingar banna að innihald samningsins er kunngert.

Er allt í lagi með ríkisstjórnarþingmennina?

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband