Baugur fer hringinn

Stefán Hilmarsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, virðist fara heilan hring í mótmælum sínum við að Baugur hafi verið kominn í greiðsluþrot í mars 2008.  Í fyrsta lagi er greiðsluþrot ekki endilega það sama og gjaldþrot, því fyrirtæki og einstaklingar geta lent í tímabundnu greiðsluþroti án þess að enda í gjaldþroti.  Í öðru lagi staðfestir Stefán, að Baugur hafi ekki getað greitt skuldir sínar á þessum tíma, eftir að hafa áður neitað greiðsluerfiðleikunum.

Í fréttinni er haft eftir Stefáni:  "Hann segir að Baugur hafi staðið frammi fyrir því að skuldabréf að fjárhæð ellefu milljarðar hafi verið á gjalddaga um miðjan mars í fyrra. Vilyrði hafi verið fyrir því frá mörgum eigendum skuldabréfanna að framlengja bréfin gegn greiðslu vaxta af höfuðstóli."

Væntanlega hefur Baugur viljað framlengja skuldabréfin, gegn greiðslu vaxta af höfuðstóli, vegna þess að fyrirtækið átti ekki fyrir greiðslunni.  Enda kemur einnig fram í fréttinni:  "Stefán segir að samt hafi Baugur greitt sex milljarða króna á gjalddaga en fimm milljarðar voru framlengdir."

Hverju er fulltrúi Baugs í raun að mótmæla.

Ekki verður annað séð en Baugurinn hafi farið heilan baug í málinu.


mbl.is Baugur var ekki í greiðsluþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Viðbót:  ÞESSI fréttaskýring birtist eftir að færslan hér að ofan var skrifuð og staðfestir að Baugur, og reyndar fleiri fyrirtæki, voru komin í verulega erfiðleika í mars 2008.

Ekki skal því heldur gleymt, að Davíð Oddsson byrjaði að vara ríkisstjórnina við væntanlegum hörmungum strax í febrúar 2008.  Á hann var ekki hlustað vegna haturs Smáflokkafyldingarinnar á honum.

Axel Jóhann Axelsson, 12.6.2009 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband