Eva Joly að hætta?

Eva Joly, fyrrum rannsóknardómari, var ráðin, fyrir nokkrum vikum, til aðstoðar sérstökum saksóknara vegna rannsókna á meintum efnahagsbrotum banka- og útrásarmógúla.  Nú kemur hins vegar frétt um að hún hyggist hætta, vegna þess að ekkert tillit er tekið til ráðgjafar hennar, né eftir nokkru farið, sem hún hefur lagt til.  Henni hefur ekki verið sköpuð nokkur aðstaða á Íslandi og engir erlendir sérfræðingar ráðnir, eins og lofað hafði verið.

Hvaða sýndarmennska var þessi ráðning?  Í augun á hverjum var verið að ganga með því að þykjast vera að stórauka rannsóknirnar, með aðstoð erlendra sérfræðinga?  Hvern var verið að blekkja?  Héldu ráðamenn að með ráðningu hennar, yrðu mógúlarnir svo hræddir, að þeir færu að "syngja" hver í kapp við annan, án frekari þrýstings?

Þessum spurningum verða Jóhanna, ríkisverkstjóri, og Steingrímur Jong Sig. að svara.  Við skipan sérstaks saksóknara og ráðningu Evu Joly honum til aðstoðar, ásamt með loforðum um alla þá erlendu sérfræðinga, sem þörf væri á, efldist tiltrú almennings á því, að einhver botn fengist í öll þessi spillingarmál.

Nú verða ráðamenn að taka af sér vettlingana, draga hendurnar upp úr vösunum og bretta ermarnar upp fyrir fingurgóma og standa við stóru orðin.

Almenningur sættir sig ekki við neitt minna.


mbl.is Eva Joly íhugar að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þessu átti ég von á, það er fjöldi manns í stjórnkerfinu sem hugnast ekki aðkoma hennar. Síðast heyrðum við í Jónasi Fr. þar sem hann var að segja bankahrunsnefndinni fyrir verkum

Finnur Bárðarson, 10.6.2009 kl. 14:36

2 identicon

Mætið og mótmælið á Austurvelli kl. 15.00 á hverjum degi.  Enginn annar getur gert það fyrir ykkur og afkomendurna.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 14:39

3 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Svíinn var of orðhvass, Eva of ráðrík.  Voðalega eru þessir íslensku embættismenn miklir aumingjar og vælukjóar.  Hérna duga engin vettlingatök.  Það þarf að fara eftir þessum ráðleggingum þó rótækar séru svo framarlega sem eitthvað vit er í þeim.  Einnig þarf að ráða fleiri erlenda sérfræðinga eins og Eva bendir á.   Það er búið að draga lappirnar í öllum málum síðan hrunið varð.  Maður hélt einmitt að íslendingar væru þekktir fyrir að láta hendur standa fram úr ermum.  Það virðist ekki vera raunin í þessu máli, hvað sem veldur.

Guðmundur Pétursson, 10.6.2009 kl. 15:43

4 identicon

Stjórnvöld bera ábyrgðina enda búin að sýna og sanna að áhuginn er enginn að réttlætið nái fram að ganga.  Enda allir flokkar meira og minna á spena þessa glæpagengis.

Mætið og mótmælið á Austurvelli kl. 15.00 í dag og á hverjum degi. Enginn annar getur gert það fyrir ykkur og afkomendurna.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband