Stóralvarlegar fréttir frá Þýskalandi

Afar alvarlegar fréttir berast nú af kreppunni í forysturíki ESB, Þýskalandi.  Samdráttur í út- og innflutningi hefur aukist miklu meira að undanförnu, en sérfræðingar höfðu spáð fyrir um.  Þannig segir í fréttinni að:  "Útflutningur frá Þýskalandi í aprílmánuði síðastliðnum dróst meira saman en spár höfðu almennt gert ráð fyrir. Samdrátturinn frá fyrra mánuði var 4,8%, að því er fram kemur í nýjum tölum frá hagstofu Þýskalands. Samdrátturinn frá apríl í fyrra var tæplega 29%."

Þetta er mesti samdráttur í útflutningi Þýskalands síðan í seinni heimsstyrjöldinni og vegna stærðar hagkerfis landsins og þýðingar þess fyrir ESB í heild, eru þetta ekki góðar vísbendingar um það sem framundan er á ESB svæðinu.

Í fréttinni segir einnig að:  "Innflutningur til Þýskalands dróst einnig mikið saman á milli mars og apríl, eða um 5,8%. Samdrátturinn í innflutningi á milli ára var tæplega 23%."  Samdráttur í útflutningi hefur dregist talsvert meira saman á milli ára, en innflutningurinn, sem bendir til að áður en jöfnuður næst á nýjan leik og hagvöxtur verði að nýju í Þýskalandi, séu afar erfiðir tímar framundan.

Ísland fór landa fyrst inn í kreppuna og hefur möguleika á að verða landa fyrst upp úr henni aftur.

Leiðin til þess er ekki að sækja um aðild að ESB, heldur þvert á móti.

 


mbl.is Samdráttur í útflutningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband