Veruleikafirrtur ríkisverkstjóri

Jóhanna, ríkisverkstjóri, er orðin eins og Cato gamli, sem endaði allar sínar ræður með því að leggja til að Karþago yrði lögð í rúst.  Ríkisverkstjórinn endar allar ræður og viðtöl á sama frasanum, um að þegar Íslendingar verði búnir að legga inn umsókn að ESB, þá muni öll efnahagsvandræði Íslands leysast eins og dögg fyrir sólu.

Þetta viðtal við mbl.is endar hún svona:  "Ef það náist að sækja um aðild að Evrópusambandinu fyrir lok sumarþings sé búið að stíga afar stórt skref í því að ná utan um endurreisnarferlið."  Yfirleitt kemst hún upp með þessar yfirlýsingar sínar án þess að fréttamenn biðji hana að útskýra málið nánar. 

Almenningur er orðinn þreyttur á því, að athyglinni skuli alltaf vera beint frá bráðnauðsynlegum aðgerðum í ríkisfjármálum, Icesave málum, skuldamálum heimilanna, vanda atvinnulífsins o.s.frv. með þessu endalausa stagli um að allt leysist og Ísland afli sér svo mikils trausts á alþjóðavettvangi með umsókninni einni saman.

Þessi veruleikafirrti ríkisverkstjóri þyrfti að fara að komast í samband við raunveruleikann.


mbl.is Steingrímur fær fullt umboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einhver Ágúst

Er tillaga falin í þessu hjá þér eða bara svona almennt ósáttur við hverjir ráða? Burtséð svo frá hvort þeir ráða við þessar sérstaklega erfiðu aðstæður.

Soldið erfitt að ráða í þetta hjá þér

Einhver Ágúst, 5.6.2009 kl. 19:51

2 Smámynd: Benedikta E

Góð færsla hjá þér Axel - Kerlingin er eins og biluð plata - og gjörsamlega vanhæf til ráðherrastarfa..............

Benedikta E, 8.6.2009 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband