Séríslenskt efnahagslögmál

Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum, þ.e. 1%, og Englandsbanki ákvað einnig að halda sínum vöxtum óbreyttum í 0,5%.  Íslenski seðlabankinn ákvað hinsvegar að lækka sína stýrivexti um heilt prósent, eða niður í 12%. 

Ekki eru allir sáttir við að Evrópski seðlabankinn hafi ekki lækkað stýrivextina nún, eða eins og segir í fréttinni:  "Hagfræðingur hjá franska bankanum Societe Generale, James Nixon að nafni, segir í samtali við Bloomberg fréttastofuna, að evrópski seðlabankinn muni að öllum líkindum ekki lækkan stýrivexti sína frekar en orðið er. Hins vegar sé ljóst að að hans mati þurfi frekari aðgerðir að koma til í þeim tilgangi að örva efnahagslífið."

Þegar Steingrímur Hermannsson var forsætisráðherra, hélt hann því fram að almenn efnahagslögmál ættu ekki við á Íslandi og þess vegna þyrfti að viðhalda gjaldeyrishöftum og millifærslusjóðum, sem rugluðu í raun allan rekstur, sérstaklega í sjávarútvegi.

Nú virðist þessi kenning Steingríms, um séríslenskt efnahagslögmál, vera lifnuð við aftur og bæði ríkisvinnuflokkurinn og seðlabankinn virðast aðhyllast þessa hagfræðikenningu.

Ríkisvinnuflokkurinn gerir ekkert í efnahagsmálunum í þeirri von að þetta "reddist einhvernveginn" eins og venjulega og seðlabankinn virðist halda að íslenskt fyrirtæki þoli tíu- til tuttugufalda stýrivexti á við bresk og bandarísk.

Spekingarnir í ríkisvinnuflokknum og seðlabankanum verða að útskýra fyrir skilningslausum almenningi, hvernig þessi séríslenska efnahagsleið á að virka.

Efnahagslífið á Íslandi örvast ekki á meðan enginn skilur hvernig þessir menn hugsa.

 


mbl.is Óbreyttir vextir Evrópubankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband