4.6.2009 | 10:07
Lettar og Evrutengingin
ESB sinnar halda því einatt fram, að aðalávinningur Íslendinga af ESB aðild væri að þá fengjum við strax fast gengi, með tengingu krónunnar við Evruna.
Lettar og mörg önnur Evrópuríki, sum með Evru, önnur með tengingu við Evruna, eru nú í miklum fjárhagsvandræðum vegna kreppunnar og ekki er Evrópski seðlabankinn að gera nokkurn skapaðan hlut þeim til aðstoðar.
Financial Times er með frétt af erfiðleikum Letta og fram kemur m.a: "Segir í frétt FT að meginástæðan fyrir áhugaleysinu í útboði ríkisskuldabréfanna stafi af því að talið sé að gengi latins, gjaldmiðils Letta, sé of hátt skráð. Nefnt hefur verið að það þurfi að lækka um þriðjung. Forsætisráðherra Letta, Vladis Dombrovskis, vill ekki gera það."
Forsætisráðherra Letta vill ekki lækka gengi Latins vegna andstöðu ESB og Evrópska seðlabankans og er þessi afstaða gjörsamlega að sigla efnahag landsins í kaf, en samdráttur þjóðarframleiðslu var 18% á fyrsta ársfjórðungi og stefnir hærra eftir því sem líður á árið. Í "verstu kreppur veraldar" á Íslandi, er áætlað að þjóðarframleiðsla dragist saman um 10% á þessu ári. Íslands er með sína sjálfstæðu krónu, án tengingar við Evru.
Hvernig ætli standi á því að ESB löndin skuli vera að fara svona miklu verr út úr heimskreppunni heldur en Íslendingar, þar sem varð algert bankahrun?
Enginn áhugi á ríkisbréfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:10 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1146437
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú segir :
Hvernig getur þú haldið þessu fram? Vinir mínir í Evrópu vita varla af kreppunni á meðan hér er varla um annað talað. Það þarf mikinn þjóðrembing til að trúa því að Íslendingar séu frábærastir í að skauta í gegnum kreppur. Við skulum spyrja að leikslokum.
Kári Harðarson, 5.6.2009 kl. 11:09
Axel er augsýnilega að vísa til þeirra ESB landa þar sem ástandið er verst, eins og í Lettlandi og á Spáni. Ástandið er ekki allstaðar jafn slæmt í ESB, í það minnsta ekki ennþá.
En svo er það líka þannig að Evrópubúar eru svo vanir 10-20% atvinnuleysi að þeir kippa sér ekkert sérstaklega upp við það. Svo er líka fínt að vera atvinnulaus í Evrópu, reyndar svo fínt að það er sívaxandi vandamál hvað fólk sækir í það að vera á kerfinu frekar en að vinna láglaunastörf.
Hér þar sem ég bý í suður Þýskalandi er það þannig að 60% mannaflans vinnur ekki fullan vinnudag, og líklega hátt í 10% mannaflans er í skóla vegna þess að það fær ekki vinnu. Þannig að atvinnuleysi er eitthvað sem að Evrópubúar þekkja vel og kippa sér því lítið upp við það. Þeir eru líka flestir löngu hættir að fylgjast með fréttum, enda er lýðræðið í ESB ekki til og fólk er orðið vant því að hafa ekkert um hlutina að segja. Enda var kosningaþátttaka fyrir síðustu ESB þingkosningar 45%.
Bjarni Benedikt Gunnarsson, 5.6.2009 kl. 14:17
Vel að orði komist, Bjarni.
Ég hafði ekki hugleitt að það sem ég þoli illa við Danmörku gæti fluzt hingað inn með inngöngu í ESB...
Kári Harðarson, 5.6.2009 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.