Össur grínast í Evrópu

Össur, grínari ríkisvinnuflokksins, er nú staddur á Möltu á ferð sinni um Evrópu, til að afla stuðnings við umsókn Íslands um inngöngu í ESB, samkvæmt frétt RUV.  Í sömu frétt kom fram að formaður Utanríkismálanefndar Alþingis hafði ekki hugmynd um þessa ferð Össurar, né um tilgang hennar.  Verður þetta að teljast með algerum ólíkindum, þar sem ekkert er búið að samþykkja um að Ísland ætli að sækja um aðild að ESB og því hlítur þetta að flokkast undir flest það sem Össur segir og gerir, þ.e. grín.  Ekki er samt víst að öllum þyki þetta fyndið, ferkar en margt annað grínið úr þessari átt.

Í frétt mbl.is segir m.a:  "Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir, að Össur hafi kynnt sér sérstaklega það víðtæka samráðsferli sem Maltverjar settu á laggirnar í undirbúningi aðildarviðræðna þar sem  áhersla var lögð á samvinnu við ólíka hagsmunaaðila og skoðanahópa."

Öll vinnubrögð grínarans í þessu máli eru unnin í öfugri röð.  Fyrst ber hann upp tillögu um að honum sjálfum verði falið að sækja um aðild að ESB, svo fer hann að kynna sér hvernig aðrir hafa staðið að slíkum málum, um leið og hann aflar stuðnings Evrópuþjóða við umsókn sína, sem er algerlega órædd í þinginu.

Þetta er allt eitt stórkostlegt grín hjá Össuri. 

Vonandi skilja ráðamenn í Evrópu brandarann og hlæja sig máttlausa.

 


mbl.is Össur á Möltu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Axel Jóhann. 

Það er ekki að spyrja að þessu liði eins og Össuri það má ekkert vera að því að stjórna landinu fyrir flandri sínu og ESB daðri.

Þetta var sama ruglið á Ingibjörgu Sólrúnu sem geystist um heiminn til að "bjarga heiminum" og sperrast um, meðan allt var á leiðinni hér til andskotans, það hvorki sá hún né heyrði og vissi því ekkert um eins og hún marg sagði svo eftir á.

Svo er þetta nú alveg dæmigert því þarna er Össur í ESB plotti sínu og landráðum og alveg án vitnesku eða án nokkurs samráðs við Utanríkismálanefnd Alþingis eða formann hennar, sem lýsir bara hvað Samfylkingin er óheil í samstarfi sínu og alltaf kominn langt fram úr sjálfum sér og þjóð sinni líka líka í þessum ESB málum. 

Hvar voru nú samræðu stjórnmálin, allt sama lygin og ruglið eins og með að þeir þóttust svo til ekkert fé hafa fengið frá Baugi og útrásarvíkingunum fyrir kosningar. Annað kom svo á daginn nú eftir kosningar en það var bara "barn síns tíma" og ekkert stórmál eins og varaformaðurinn með geislabauginn sagði.

Ég held að VG ættu að slíta þessu stjórnarsamstarfi við þennann óstjórntæka landráðaflokk Samfylkinguna nú þegar, það er ekki hægt að vinna landi og þjóð gagn í Ríkisstjórn með svona óþjóðhollum angurgöpum !

                                                   ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB ! 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 13:42

2 identicon

Hef heyrt að Össur vilji ekki fyrir nokkra muni styggja "vini" sína í ESB. 

Hann vilji ekki fyrir nokkra muni berjast fyrir heiðri Íslands varðandi IceSave deiluna og finnist bara í lagi að við borgum IceSave þegjandi og hljóðalaust, ef það getur orðið til þess að troða Íslandi í ESB.

Ef Íslandi verður troðið í ESB, má heita öruggt að þjóðin borgi IceSave netsvindlið í topp með vöxtum og vaxtavöxtum.

Fyrir Samfylkingina er ESB "Uber Alles", íslenska þjóðin skiptir engu máli.

Björgvin M. Þorláksson (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband