Eiður Smári ætti að skipta um lið

Eiður Smári Guðjónssen hefur afrekað það, sem engum öðrum Íslendingi hefur tekist, sem er að verða þrefaldur meistari með erlendu stórliði, reyndar einu mesta fótboltaveldi heimsins.  Mesta afrekið er að vinna Meistaradeild Evrópu með liði sínu Barcelona.

Seinni hluta vetrar hefur Eiður Smári spilað minna en áður með Barcelonaliðinu, enda eintómir snillinar í því liði.  Einungis að vera í slíku liði er mikil upphefð og lífsreynsla fyrir hvaða knattspyrnusnilling sem væri.

Eiður Smári er hins vegar allt of góður knattspyrnumaður til þess að verma varamannabekk og því myndi það vera rétt ákvörðun hjá honum að skipta um lið á næstu leiktíð.  Ekki er vafi að mörg stórlið myndu vilja fá hann til liðs við sig, enda væri styrkur að honum fyrir hvaða lið sem er.

Vonandi fá aðdáendur Eiðs Smára að sjá hann sem fullspilandi leikmann hjá einhverju stórliða Evrópu á næstu árum.


mbl.is Eiður: Held að ég stefni aftur til Englands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er farið að síga á seinni hlutann hjá honum.

Það er málið (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 13:08

2 identicon

Ein möguleg flétta væri að Barcelona fengi Fabregas og Eiður kæmi til Arsenal og tæki við leikstjórnendahlutverkinu.

Örn (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 14:04

3 identicon

"Ein möguleg flétta væri að Barcelona fengi Fabregas og Eiður kæmi til Arsenal og tæki við leikstjórnendahlutverkinu." Þetta er aldrei að fara að gerast.

Snorri (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband