Eiga eftir að undrast meira

Samtök ferðaþjónustunnar lýsa furðu á þeim skattahækkunum sem ríkisvinnuflokkurinn lagði í gær á áfengi, tóbak og eldsneyti og telja samtökin þetta hið versta mál fyrir ferðaiðnaðinn.

Í ályktun samtakanna segir m.a:

„Ljóst er að hækkanir á vöru og þjónustu mun draga úr eftirspurn og er því hætt við að ríkissjóður fái lítið fyrir sinn snúð og eina breytingin verði sú að hækkun vísitölunnar stórhækki verðtryggð lán fólks og fyrirtækja auk þess hækkun rekstrarkostnaður mun gera fyrirtækjunum enn erfiðara fyrir."

Allir ættu að vita að þessar skattahækkanir eru aðeins örsmá byrjun á þeirri skattahækkanaskriðu, sem ríkisvinnuflokkurinn er að ýta af stað.  Næst verður hækkaður skattur á sykri, gosdrykkjum, sælgæti og fleiri munaðarvörum.  Þar á eftir verða öll vörugjöld, sem nöfnum tjáir að nefna, hækkuð.  Virðisaukaskattur verður hækkaður í 24,5% af mörgum vöruflokkum, sem nú eru í 7% þrepinu og líklegast verður hærra virðisaukaskattsþrepið hækkað um 2-3%.  Líklega verða tekjuskattar þó ekki hækkaðir fyrr en um næstu áramót, eingöngu vegna þess að erfitt er að hækka þá á miðju ári.

Allar þessar hækkanir munu fara beint út í vöruverðið og þar með neysluverðsvísitöluna og því munu verðtryggð lán heimilanna hækka mikið á næstunni, í boði Jóhönnu og Steingríms J.

Ef Samtök ferðaþjónustunnar furða sig á þessu smáræði, sem ríkisvinnuflokkurinn var að láta samþykkja í gær, eiga þau eftir að verða gjörsamlega furðu lostin á næstu vikum.

Kjósendur Smáflokkafylkingarinnar og VG láta þessa arfavitlausu hagstjórn væntanlega yfir sig ganga.

Og brosa, án undrunarsvips.


mbl.is Lýsa furðu á skattahækkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband