Stjórnin stendur undir væntingum

Enginn hefði átt að velkjast í vafa um það fyrir kosningar, hverjar væntingar mætti gera til vinstri stjórnar í landinu.  Skattahækkanir á skattahækkanir ofan, var og er alltaf fyrsta úrræði vinstri stjórna.  Aðeins, þegar ekki er nokkur leið að hækka skatta meira, er farið í aðrar aðgerðir í efnahagsmálum.

Ríkisvinnuflokkurinn segist ætla að halda heildarskatttekjum svipuðum og þær voru í tíð fyrri ríkisstjórnar.  Nú hafa virðisaukaskatts-, tolla- og vörugjaldatekjur hrunið, þannig að til að halda heildarskatttekjum ríkissjóðs svipuðum og þær voru, þarf að færa skattbyrðina meira yfir í beina skatta, þannig að almenningur á eftir að finna meira fyrir skattpíningunni brenna á eigin skinni.

Skattahækkanir ríkisvinnuflokksins eru rétt að hefjast.

Hann stendur fyllilega undir öllum væntingum.


mbl.is Áfengi og eldsneyti hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband