AGS gefur álit á umsókn um ESB

Smáflokkafylkingin hefur haldið því fram að aðild og reyndar aðildarumsókn ein og sér, væri töfralausn fyrir efnahagsvandann á Íslandi.

Á fréttamannafundi fulltrúa AGS, þeim Mark Flanagan, landfógeta, og Franeks Roswadowski, efnahagsráðherra Íslands, án ráðuneytis, gefa þeir aðildarumsókn Íslands að ESB þessa einkunn:

Aðild að ESB er engin töfralausn fyrir Ísland, að sögn Franeks Roswadowsky, fastafulltrúa IMF á Íslandi. „Það er engin töfralausn fyrir land, sem hefur gengið í gegnum þær hremmingar sem Ísland hefur gengið. Ísland þarf að ganga í gegnum harkalega aðlögun.”

Þegar Ísland hefur gengið í gegnum þessa harkalegu aðlögun, verður efnahagsástandið þannig að innganga í ESB hefur ekkert að gefa landinu, sem við höfum ekki nú þegar í gegnum EES samninginn.

Evruna þurfum við ekki nema ætlunin sé að gera Ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð.

Bankamenn og aðrir hljóta að hafa vaknað upp af þeim draumi á haustmánuðum árið 2008.


mbl.is Fara þarf varlega í vaxtalækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband