Fastgengisstefna óraunhæf

Síðan peningastefnunefndin og norski förusveinninn settust að völdum í Seðlabankanum þann 27/02 s.l. hefur gengi krónunnar lækkað um rúm 20%, eða úr tæpum 187 stigum í rúm 230 stig.  Seðlabankanum hefur sem sagt ekki tekist betur en þetta að verja gengið síðustu þrjá mánuði, þrátt fyrir að ríkisvinnuflokkur Jóhönnu, ríkisverkstjóra, hafi sagt að styrking krónunnar væri eitt helsta markmið stjórnarinnar.

Nú koma menn fram með þær hugmyndir að setja gengið fast í 160 - 170 stigum, án þess að fram komi hvernig í ósköpunum þeir ætli að fara að því.   Það verður varla gert nema með því að Seðlabankinn ausi gjaldeyri inn á markaðinn, en þetta var reynt í tvo daga eftir bankahrunið síðast liðið haust, en olli svo miklu útflæði gjaldeyris að gefist var upp á því strax aftur.

Að ætla að festa gengið og viðhalda gjaldeyrishöftum á sama tíma er ávísun á lokað hagkerfi til langs tíma, með sífellt strangari kröfum um verslun með gjaldeyri, sem myndi að lokum leiða til álíka ástands og var hér á landi eftir miðja síðustu öld, þegar skömmtunarseðlar voru gefnir út fyrir öllum helstu nauðsynjavörum.

Ísland þarf að komast inn í framtíðina, en ekki fortíðina.


mbl.is Ekki raunhæft að festa gengið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Merkilegt að heyra þessar tillögur koma frá mönnum á borð við Gylfa Arnbjörnsson og Samtökum Atvinnulífsins. Þetta eru þeir aðilar sem hafa viljað krónuna feiga um langt skeið. Siðan þegar kemur að því að finna einhverjar lausnir, þá er gamla peningamálastefnan og krónunni flaggað í heila stöng eina lausnin sem þessir karlar hafa.

Höfðu þeir þá engar aðrar lausnir en þetta? Menn voru alltaf að spyrja þá hvernig þeir ætluðu að stjórna peningamagni í umferð, vöxtum og öðru ef þeir gætu ekki stjórnað því með gjaldmiðlinum. Það kom aldrei neitt svar.

Nú er það greinilega komið. Þessir evrukallar hafa engin önnur ráð þegar í harðbakkann slær en að halla sér að krónunni.

Tvöfaldur málflutningur hjá þessum náungum. Segja eitt, en meina eitthvað allt annað.

Festa gengið og menn væru farnir að ganga í gúmmískóm og setja export í kaffið. Þetta er víst það sem umboðsmaður neytenda var að monta sig af í morgunfréttunum að hafa predikað í heilt ár bráðum!!!! Sá maður á að leggja inn uppsagnarbréfið sitt fyrir hádegi. Hann er enginn talsmaður neytenda með svona málflutningi.

joi (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 09:29

2 identicon

Sammála Axel Jóhanni. Þetta er eiginlega að taka ákvörðun um að koma á svartamarkaði með gjaldeyri.

Surtur (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 09:41

3 identicon

Fastgengi er alveg inni í myndinni en það verður þá að ganga útfrá raunhæfu upphafsgengi sem stendur nær 220-250 GVT heldur en 160-170, annars hverfur gjaldeyrisforðinn á nokkrum vikum, sama hversu stór hann er. Það er stórfurðulegt að heyra þessa náunga tala fyrir svona glórulausri vitleysu, þeir hljóta að vita betur.

Bjarki (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband