VG umskiptingar

Þingmaður Framsóknarflokksins sagði á þingi í dag, að engu væri líkara en þingmenn VG séu umskiptingar.  Þetta er að mörgu leyti hárrétt greining, en munurinn á þingmönnum VG og umskiptingnum í þjóðsögunni er sá, að barnið var þægt og gott áður en skiptin fóru fram, eins og sjá má hér

Þingmenn VG létu öllum illum látum á meðan þeir voru í stjórnarandstöðu, æptu og hrinu, en eftir að þeir komust í ríkisstjórn, heyrist ekki frá þeim hósti eða stuna, allavega ekki um þjóðþrifamálin.

Samlíkingin við umskiptinginn er því alls ekki svo vitlaus.


mbl.is Umskiptingar á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Mér finnst samlíkingingin fáránleg. Hljómar eins og þeir sem ekki eru í stjórnarandstöðu séu sárir yfir tapinu á stólum og feitu veldi.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.5.2009 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband