Flókin greiðsluaðlögun

Lögin um tímabundna greiðsluaðlögun tekur gildi á föstudaginn 15. maí n.k.  Lögin eru meingölluð að því leiti að þau ná aðeins til fasteignaveðkrafna, en aðrar skuldir heimila virðast ekki eiga heima í þessu ferli.  Mörg þau heimili, sem verst standa, eru bæði með myntkörfulán vegna húsnæðisskulda og bílalána að viðbættum ýmsum öðrum skuldum, svo sem yfirdráttarlánum.

Til þess að nýta sér þessa tímabundnu greiðsluaðlögun, þarf að ganga í gegnum talsvert flókið kerfi, eða eins og segir í fréttinni:  "Áður en einstaklingur óskar eftir tímabundinni greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna verður hann að hafa leitað annarra tiltækra greiðsluerfiðleikaúrræða sem í boði eru hjá lánastofnunum og sýna fram á að þau úrræði hafi reynst ófullnægjandi, að því er fram kemur í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu."

Eftir þá þrautagöngu að hafa leitað allra annarra leiða og í ljós hefur komið að þær dugi ekki, þarf viðkomandi að senda skriflega beiðni um greiðsluaðlögun til héraðsdóms í lögheimilishéraði sínu.

Afar ólíklegt er að stór hluti þess fólks, sem á við þessa erfiðleika að etja, treysti sér í alla þessa skriffinnsku, jafnvel þó Ráðgjafastofa um fjármál heimilanna gefi leiðbeiningar um stígana gegnum þennan frumskóg.

Þetta er allt saman samkvæmt mottói ríkisstofnana:  "Hafa skal það, sem flóknara reynist."

 


mbl.is Lög um tímabundna greiðsluaðlögun taka gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband