Evran og ofsatrú

Mogginn heldur ótrauður áfram grímulausri baráttu sinni fyrir ESB aðild Íslands og sést ekki alltaf fyrir í áróðri sínum.  Nýjustu útreikningar sýna, að jafnvel þó Ísland gengi í Evrópusambandið, myndi það ekki uppfylla Maastricht-sáttmálann fyrr en í fyrsta lagi árið 2039. 

Mogginn grípur samt hvert hálmstráið af öðru til réttlætinga ESB aðildinni og nefnir að Grikkland hafi fengið undanþágu vegna skulda sinna til að taka upp Evruna.  Hvernig er staðan í Grikklandi núna?  Skyldu Grikkir vera farnir að sjá eftir því að hafa tekið upp Evruna? 

Grein Hjartar J. Guðmundssonar, hér á blogginu ætti að vera skyldulesnig allra og ekki síst þeirra, sem halda að allur vandi þjóðarinnar verði leystur með inngöngu í ESB.  Vonandi telst það ekki til ritstuldar að benda á færslu Hjartar, en hana má lesa hér

Falli fólk ekki frá ESB stuðningi, eftir þann lestur, eru menn orðnir helteknir eins og féagar í öfgatrúarsöfnuðum.


mbl.is Frávik veitt frá Maastricht-skilyrðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Því miður er það svo Axel, að ESB-sinnar eru ekki bara EINS OG "félagar í öfgatrúarsöfnuði", heldur ERU þeir öfgatrúar. Þótt þeir fái fréttir um að 30 ára bið sé í inngöngu í Evruland, munu þeir bara kyrja sinn halelúja-söng þeim mun hærra.

Loftur Altice Þorsteinsson, 13.5.2009 kl. 10:53

2 identicon

Loftur, Þetta er nú frekar heimskuleg frétt um 30 ára biðina. Í fyrsta lagi þurfum við einungis að fá að tengja krónuna við evruna til að ná stöðugleika í gjaldeyrismálum og það er raunsætt að yrði gert á næstu 3-5 árum. Í öðru lagi er verið að gera frétt um langtímaspá sem gerð er þegar efnahagsástandið er eins óstöðugt og það getur mögulega orðið. Jafn heimskulegt væri að segja að af því fleiri eru að flytjast af landi brott en til landsins þá verði enginn eftir á Íslandi árið 20xx, þið vita allir að þetta er millibilsástand og það er ekki hægt að taka mark á langtímaspám gerðum í slíku árferði.

Og þér er satt að segja best að tjá þig ekki mikið um ofsatrú annarra þegar önnur hver færsla frá þér annaðhvort um draumórahugsanir um upptöku erlendra gjaldmiðla eða um hversu esb er í vondum málum og allt í volli þar. Þegar fólk viðurkennir ekki að kostir og gallar fylgja aðild þá á það ekki heima í umræðunni.

Jón Hrafn (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 11:20

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón, Lettland er með tengingu við Evruna.  Hvers vegna er ástandið þar, eins og hér er lýst? 

Ef Evran er svona traustur gjaldmiðill, hvers vegna eru meira að segja Danir, sem líka eru með tengingu við Evru, efins um framtíð hennar, eins og sjá má hér ?

Læsir þú færsluna hans Hjartar, myndir þú varla óska eftir tengingu við þennan dauðadæmda gjaldmiðil.

Þú segir líka:  "Þegar fólk viðurkennir ekki að kostir og gallar fylgja aðild þá á það ekki heima í umræðunni."   Þú bendir hinsvegar ekki á nein rök með aðildinni.

Axel Jóhann Axelsson, 13.5.2009 kl. 11:36

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Jón, spár um framtíðina eru gerðar til að hjálpa okkur við að gera áætlanir. Þú vilt líklega að við hættum að gera áætlanir og vöðum út í fljótið af því að ESB-sinnar finna hjá sér köllun til þess. Þú ert þá einmitt að staðfesta það sem ég var að benda á með athugasemdinni hér fyrir ofan.

Að tengja Krónuna við sterkan alþjóðlegan gjaldmiðil er aðgerð sem við þurfum ekki hjálp frá ESB til að gera. Við getum gert það undir Seðlabankanum og sú aðgerð gæti verið góð til skamms tíma, en dugar ekki til lengdar. Miklu betri og varanlegri festing er með Myntráði.

Niðurlag athugasemdar þinnar er einhver ruglingur. Upptaka gjaldmiðla, innlendra eða erlendra er ekki draumórar. Varðandi framtíð Evrunnar sem margir telja svarta, þá hef ég að undanförnu einmitt verið að koma henni frekar til varnar en hitt.

Loftur Altice Þorsteinsson, 13.5.2009 kl. 11:47

5 identicon

Axel, ef þú kannt að lesa þá veistu kosti og galla aðildar, það þarf ekki að margtyggja þetta ofan í fólk.

1992 var nærri 1000% verðbólga í Lettland, 16% 2007 og þeir voru með mestu hagvöxt allra ríkja ESB fram að hruni. Ég leyfi mér að fullyrða að hvorugur okkar sé það sérfróður um Lettlenskt efnahagslíf að geta sagt til um hvort samdráttur sé tengingu við evru að kenna eða einhverju öðru. Að Danmörku, þá átti maður sem ég þekki samtal við formann danska FME um daginn og þar á bæ dauðsjá menn eftir því að hafa ekki tekið upp evruna á sínum tíma. Auðvitað er hægt að finna einhvern sem heldur öðru fram en staðreyndin er sú að fólk innan þessara stofnana bæði í Bretlandi og Danmörku viðurkennir að það voru mistök að taka ekki upp evru á sínum tíma.

Ég les ekki færslur Hjartar, hann er mouth-piece sem ælir upp því sem haft er fyrir honum án þess að beita nokkurri rökhugsun.

Loftur, Ég sagði ekki að við hættum að gera áætlanir heldur horfa á þær í því samhengi sem þær eru gerðar. Hversu mikill ætti hagvöxtur að vera í dag á Íslandi skv. spám 2006?

Þið haldið báðir að einhver annar gjaldmiðill en evra sé betri lausn og það er fínt, skárra en vonlaus trú á krónuna en er dollarinn í eitthvað góðum málum? Kaupmætti dollarsins hefur verið haldið uppi af öðrum en kananum. Ef sá stuðningur bregst þá hríðfellur dollarinn af því ekki er kaninn í góðum málum heima fyrir.

Jón Hrafn (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 12:18

6 identicon

Ég aetla ad fara mér varlega hér vegna thess hve mikid tilfinningamál thetta er hjá vissum adiljum.  En eitt er víst ad thad ad tengjast dollar er DAUDADÓMUR og aetla ég ekki ad rökstydja thad vegna thess ad thad á ad vera hverjum edlilega greindum einstaklingi augljóst.

Best vaeri náttúrulega ad komast hjá thví ad ganga í ESB og ad halda krónunni ef thad er möguleiki.  En thar sem helvítis fíflin í spillingarflokknum og framsókn hafa klúdrad efnahaginum svo fullkomlega verdur kannski ekki komist hjá thví.  En best er fyrir okkur...ef mögulegt er ad vera eins sjálfstaed og mögulegt er.

Hólmar (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 12:45

7 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það skiptir ekki máli Jón, hver heldur úti alþjóðlega gjaldmiðlinum Dollar. Svo framarlega sem hann er viðurkenndur sem stöðugt verðmæti og áreiðanlegur greiðslumiðill, getum við verið sáttir við notkun hans.  Það eina sem við getum metið gjaldmiðla útfrá, er hvernig þeir hafa reynst fram að þessu.

Þessi stóri gjaldmiðill og eini alþjóðlegi gjaldmiðillinn fellur ekki, í venjulegri merkingu orðsins. Hugsanlega hækka aðrir gjaldmiðlar gagnvart honum. Á þessu tvennu er mikill munur. Þeir sem nota USD að fullu, finna nærstum í engu fyrir gengisbreytingum á honum. Þetta er erfitt fyrir Íslendinga að skilja.

Hólmar er að fella dauðadóm yfir öllum sem nota US Dollar sem gjaldmiðil, eða stoðmynt ! Veit hann ekki hvað þetta er heimskuleg yfirlýsing ? Veit hann ekki að hann er að tala um heiminn allan ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 13.5.2009 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband