Ákvörðunartaka í ESB

Þegar ákvörðun um aflaheimildir er tekin hérlendis, tekur sjávarútvegsráðherra hana einn og óstuddur, eftir ráðleggingar frá Hafró.  Ráðherrann getur tekið ákvarðanir á einum degi um minnkun afla, eða aukningu, eins og oft hefur þurt að gera, t.d. varðandi síld og loðnu.

Fiskistofnar Evrópusambandsins eru ofveiddir í 80% tilvika og framkvæmdastjórn ESB hefur boðað verulegan niðurskurð á aflaheimildum næsta árs, eða a.m.k. um 25% í þeim tegundum, sem eru í mestri útrýmingarhættu.

Það er bara einn hængur á, eins og segir í fréttinni:  "Ekkert er þó ákveðið hvað varðar úthlutun aflaheimilda fyrir næsta fiskveiðiár þar sem eftir á að ræða málið meðal sjávarútvegsráðuneyta aðildarríkjanna 27."

Þetta er báknið, sem Smáflokkafylkingin vill að ákveði fiskveiðiheimildir við Íslandsstrendur.


mbl.is ESB: Útlit fyrir verulegan niðurskurð kvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Þýðir það að lönd eins og Ungverjaland, Slóvakía, Tékkland og Austurríki, sem ekki eiga land að sjó, hefðu meira vægi en við í ákvörðunum um veiðar við Ísland?

Þeir sem heitast óska sér aðildar að ESB fullyrða að ekkert muni breytast um stjórn fiskveiða við inngöngu. Jafnvel Grænbók ESB fær menn ekki til að depla auga að spyrja sig spurninga.

Haraldur Hansson, 12.5.2009 kl. 17:33

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Mér þykir leitt að segja þetta en get þó fundið það á prenti að það er hluti þessarar þjóðar sem er alveg sama um þessa 100 þúsund sem búa annarstaðar en í og við "Borg óttans". Þetta er fólkið sem ætlar þarna inn, með góðu eða illu.

Niðurskurður á kvóta þýðir einfaldlega það að meiru af fiski er hent, því að sjómenn í ESB mega ekki landa tegundum sem þeir hafa ekki kvóta fyrir.

Sindri Karl Sigurðsson, 12.5.2009 kl. 20:30

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Strax við aðildarumsókn batnar hagur heimilina.  Ástæðan er sú að krónana mun líklega styrkjast strax og vextir lækka um leið vegna bættra lánakjara erlendis.  Með þessu fjölgar störfum og við verðum fljótari út úr kreppunni.  Þess vegna mega úrtöluraddir eins og eru hér ekki hafa nein áhrif á þetta stærsta framfaramál Íslandssögunnar.  Ef þið getið ekki verið jákvæðir gagnvart ESB er best bara að þegja.  Það verður líka glæpur að tala illa um ESB þegar þangað verður komið og best fyrir ykkur að venjast því.  Strax í dag!

Björn Heiðdal, 12.5.2009 kl. 20:44

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Hljómar kunnuglega Björn, þetta er tekið orðrétt frá samherja þínum Árna nokkrum hér á blogginu:

"Stofnun ESB var hinsvegar grundvölluð á hugmyndum um jafnræði, bræðralag og jafnrétti. "

Síðast þegar þessi orð voru notuð hljómuðu þau fallega en raunin varð önnur. Er ástæða til að brenna sig aftur? Brennt barn forðast jú eldinn...

Sindri Karl Sigurðsson, 12.5.2009 kl. 23:07

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, nú stendur til að kaupa okkur – og hefur lengi staðið til.

Og það er vitað um ýmsa þá, sem hafa látið kaupa sig.

En Axel, að öðru leyti: fínn pistill. Vitaskuld er t.d. Tékkland ekki með sjávarútvegsráðuneyti, það gefur að skilja. Hins vegar var Ungverjaland á sínum tíma með sjóher, og þar ríkti síðar Horty aðmíráll sem ríkisstjóri þess kóngs, sem hann hélt frá völdunum. Til þess þurfa menn annaðhvort að vera aðmírálar yfir engum sjóher ellegar bráðþroska hershöfðingjar eins og einn suðvestar í álfunni.

Jón Valur Jensson, 13.5.2009 kl. 03:48

6 Smámynd: Björn Heiðdal

Þetta var nú bara texti úr kosningabæklingi Samfylkingarinnar plús eitthvað sem einn heitur stuðningsmaður ESB sagði.  L

Björn Heiðdal, 13.5.2009 kl. 08:50

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Skildi brandarann strax, Björn og fannst hann stórgóður.

Axel Jóhann Axelsson, 13.5.2009 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband