12.5.2009 | 09:35
Vaxtalaus lán
Kreppan í Svíþjóð er ekki ennþá orðin eins djúp og hún er hér á landi, en sænska stjórnin hefur, í viðleitni sinni til örvunar atvinnulífsins og einkaneyslu, heimilað tímabundið, að kostnaður við endurbætur á húsum verði frádrátttarbær frá skatti. Hér á landi hefur verið samþykkt að heimila tímabundið, að vinna á byggingarstað verði undanþegin virðisaukaskatti, sem einnig er hugsað til að auka atvinnu í byggingageiranum.
Handelsbanken í Svíþjóð hefur brugðist við þessu útspili sænsku stjórnarinnar með því að bjóða vaxtalaus lán til eins árs í þessu skini og reiknar með svo mikilli eftirspurn eftir lánunum, að opið verður í 400 útibúum bankans á laugardaginn, til að afgreiða lánin.
Á Íslandi er viðhaldið svo svívirðilegum okurvöxtum í kreppunni, að fáir treysta sér til þess að nýta sér virðisaukaskattsafsláttinn, vegna kostnaðarins við lánin.
Seðlabankinn er byrjaður að rumska. Nú þarf hann að fara að vakna almennilega.
Svíum bjóðast vaxtalaus lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er reyndar alveg snilldarhugmynd, þeir ná inn tekjum í gegnum lántökugjöldin. Það er lítið mál fyrir bankann að bjóða vaxtalaus lán þegar stýrivextir eru lágir með því að rukka hærri lántökugjöld en venjulega. Ég myndi giska á að það væru svona 4-5% lántökugjöld (í stað 1-2% venjulega?) á þessu án þess að ég viti það sérstaklega.
Óli (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 09:48
Axel. Einhvern veginn ætlar það ekki að síast inn hjá landsmönnum að kreppan er *langverst* á Íslandi af öllum þeim þjóðum sem við erum vön að miða okkur við. Það er engum til góðs að vera sífellt að "bagatellísera" þann gífurlega vanda sem við stöndum frammi fyrir. Við gerðum lítið úr vandanum fyrir kreppu, og móðguðumst þeim sem sögðu okkur sannleikann.
*** Við ætlum aldrei að læra ***
Kári (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.