Þrautagangan framundan

Hér hefur oft verið fjallað um væntanlegan niðurskurð ríkisfjármála og kvartað undan því að fjölmiðlar hafi ekki sýnt þessu máli nokkurn áhuga og látið glepjast af ESB þvaðri alla kosningabaráttuna, þegar þeir voru ekki að fjalla um persónuleg fjármál frambjóðenda og flokka.  Ef til vill er það vegna upphæðanna sem um er að ræða, því það er auðveldara að skilja sextíu milljónir, en sextíu milljarða, margfaldaða með þrem.

Nú loksins virðast fjölmiðlar vera að kveikja á þessum væntanlæega niðurskurði í ríkisrekstrinum, eða eins og segir í fréttinni:  "Á árunum 2006-2008 nam þetta hlutfall um 28-29%. Miðað við að gert sé ráð fyrir 11% samdrætti landsframleiðslu í ár þyrftu frumútgjöld ríkissjóðs að dragast saman um 13%, eða 56,6 milljarða, á árinu til að þetta markmið næðist. Samkvæmt fjárlögum er hins vegar gert ráð fyrir því að frumútgjöldin aukist um 7,8% eða 34 milljarða króna. Verða þau því um 38,4% af vergri landsframleiðslu í ár."

Í löngum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er aðeins sagt að jafnvægi þurfi að nást í ríkisfjármálunum fyrir árið 2013, en ekkert talað um hvernig á að fara að því.  Hins vegar er almennt orðagjálfur um að vernda skuli velferðarkerfið og störf opinberra starfsmanna.  Minna er sagt um að vernda störf starfsmanna á almennum vinnumarkaði, enda eru hátt í 20 þúsund þeirra án vinnu.

Vonandi fara fjölmiðlar að sinna þeirri skyldu sinni að upplýsa almenning um þrautagönguna, sem framundan er.

 


mbl.is Mikil þrautaganga framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband