Kattameindýr

Hvernig í ósköpunum á að framfylgja banni við lausagöngu kattameindýra í þéttbýli?  Jú, þau eru auðvitað skotin á færi með haglabyssu, enda hefur meidýraeyðirinn á Húsavík heyrt að "margir óþolinmóðir borgarar hafi tekið málin í sínar hendur og aflífað lausa ketti og hunda."

Það er sennilega auðveldara að passa upp á hundameindýr en kattameindýr, því þau fyrrnefndu venjast taumi betur en hin.  Kattameindýrin hinsvegar eru svo sjálfstæð, að þau kæra sig ekkert um að fara í spássitúra með eigendunum, hangandi í bandi.  Þau vilja miklu frekar valsa um laus og liðug og meira að segja færa þau eigendum sínum stundum músameindýr inn í stofu og jafvel gera stykkin sín þar sem þeim sýnist. 

Við þessu verða almennir borgarar náttúrulega að bregðast og a.m.k. Húsvíkingar ganga vopnaðir um götur til þess að losa bæinn við þessa meindýraplágu.

Í yfirlýsingu meindýraeyðis Húsavíkur segir:  "Í raun svo það sé bara á hreinu þá ber mér að halda dýrunum í vörslu þangað til eigandi hefur vitjað þeirra og borgað umsamið gjald þeim til lausnar."

Til hvers er þá haglabyssan?  Eiga eigendurnir að leysa hræin úr vörslu með því að borga umsamið lausnargjald?

 

 


mbl.is Meindýraeyðir ver sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Snilldar færsla Axel

Kveðja frá kattaeiganda

Finnur Bárðarson, 9.5.2009 kl. 12:50

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Kveðja frá mér og Mala!

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.5.2009 kl. 13:00

3 identicon

Það er alveg hægt að lesa í gegnum þessa 'yfirlýsingu' Ómars. Hann veit upp á sig sökina og er að reyna láta sig líta betur út með því að segja að þessi kattaóféti séu nú alltaf að skíta í barnavagna og svo séu aðrir að taka völdin í sínar eigin hendur, þá hlýtur nú að vera í fínu lagi að skjóta kött á miðri götu.

Einar Óli (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 13:09

4 Smámynd: Jón Páll Ásgeirsson

Ég vild að væri svona aktífur meindýraeyðir í mínu hverfi, en ég er í vesturbæ Reykjavíkur og á jarðhæð. Hér ganga kettir lausir og ómerktir um allt og inn og út um glugga og svalahurðir ef skilið er eftir opið. Það eru líka ansi lítið um smáfugla hérna. Burtu með þessa ómerktu ketti.

Jón Páll Ásgeirsson, 9.5.2009 kl. 13:11

5 identicon

Það á auðvitað að banna lausagöngu katta. Við fjölskyldan höfum byggt nokkur fuglahús og sett í garðinn okkar. Það eru komin þrjú Þrastahreiður og tvö af þeim eru yfirgefin vegna katta sem búa í hverfinu. Ég kæri mig ekkert um að vera með þessa ógeðslegu ketti nálægt húsinu mínu svo við hjónin vorum að hugsa um að taka laugin í okkar hendur og láta þessi kattaóféti hverfa ,enda við vitum að það þíðir ekkert að kvarta við eigendur kattanna!!!!Getur ekki einhver gefið okkur góð ráð hvernig best er að eyða þessum meindýrum?

Anna (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 13:39

6 identicon

Af hverju eru kettir e-ð meiri meindýr en fuglar?

Kettir eru a.m.k gæludýr manna og þið sem getið ekki borið virðingu fyrir köttum ættuð að minnsta kosta að bera virðingu fyrir "eigum" annarra.  Verið ekki fávitar.

Þórður (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 14:14

7 identicon

Anna, þú ert nú meiri hálfvitinn.

Fannar (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 14:37

8 identicon

Fannar : Anna er enginn hálfviti, heldur hefur hún bara einfaldlega rétt fyrir sér.  Þórður er hinsvegar greinilega fáviti.

Fólk sem vill halda gæludýr ætti bara að halda þessi gæludýr í stað þess að láta aðra þrífa upp ósómann eftir þau hvort sem um er að ræða skít eða dauða.

Það er algerlega óþolandi að fuglalíf skuli ekki fá að þrífast í görðum útsvarsgreiðenda vegna þess að litla prinsessan hennar mömmu sinnar virðist bara aldrei gera neitt af sér, kúkar ekki einu sinni.

Kattaeigendur eru klikk.

Björn I (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 15:09

9 identicon

Afhverju getur fólk ekki bara haldið betur um sína ketti, láta þá skíta inni og gelda þá :(
Ó nei... aumingja fuglarnir verða fyrir árásum... hvar í andskotanum hefur þú búið.. svona virkar helvítis heimurinn
Fólk má alveg eiga hvaða dýr sem það vill ef það bara passar uppá það

Ragnar (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 15:25

10 identicon

Aldrei hef ég í mínu lifandi lífi heyrt um það að kettir skíti í barnavagna eða pissi á útigrill. Ég bý í miklum kattavinabæ, Hafnarfirði, hér er enn nóg af fuglum, bæði í trjánum og við tjörnina, og mun meiri óþægindi eru af sískítandi hundunum sem eru alltaf með bölvuð læti. Að minnsta kosti hafa kettir þann sóma í sér að grafa skítinn. Og ef þú ert með barnasandkassa, keyptu þá bara net og hættu þessu væli. Kattardýrin lífga bara upp á tilveruna, og alltaf hafa börnin gaman að því að fá að klappa þeim.

Ásta (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 15:59

11 identicon

Sæl Öllsömul.

Bjó í hverfi 108 í Reykjavík á tímabili.

Helsta vandamálið þar var veggjakrot og sóðaskapur af rusli.

Hvaða dýrategund, og á hvaða aldri skyldi standa að slíku ?

Ekki eru það ferfætlingar af neinu tagi.

Ég hef oft hugsað um ólöglega varanlega lausn á þeim vanda, og kostnaði, sem veggjakrotarar valda mér. Ef svo skyldi fara að ég léti verða af hugmyndum mínum, þá lesið þið örugglega um það í fjölmiðlum.

Ég leysti málið á einfaldan friðsamlegan hátt, flutti úr hverfi 108, í hverfi 220 í hafnarfirði.

Í næsta húsi við mig eru kanínur, kettir og hundar. Hef ekki enn orðið var við óþrif eða ónæði af þeirra völdum.

Hef enn geymsluaðstöðu í hverfi 108, þar þríst enn sami sóðaskapurinn, sama veggjakrotið.

Ekki má gleyma gæsaskítnum á göngu-og útivistarstígum í Reykjavík.  Væri ekki slæmt að ná sér í eina og eina gæs, á þessum síðustu og verstu.

Að ég tali ekki um svifrykið í Reykjavík....   æ, afsakið, á mínu heimili eru víst fimm bílar.

Svo er auðvitað spurning hvor dýrategundin veldur meiri usla í umhverfi sínu, Homo Sapien, Catus Felix eða Canis Lupus.

 Umhugsunarefni hvað fær fólk til að sýna umhverfi sínu lítilsvirðingu.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.

Heimir H. Karlsson. (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 16:47

12 identicon

Mig langar að tjá mig aðeins um þetta mál.

Við skulum ÖLL hafa það á hreinu að hvorki kettirnir né hundarnir eiga hér neina sök. Það eru EIGENDURNIR sem ekki standa sig í stykkinu.

Af hverju á ég að taka því  sem sjálfsögðum hlut  að bláókunnugur hundur komi hér inn í minn garð til að gera stykki sín, tek það fram að ég bý í Reykjavik og þar er lausaganga hunda með öllu bönnuð.

Af hverju á ég að taka því sem sjálfsögðum hlut að "hirðusamir" hundaeigendur losi sig við litla pokann sinn í öskutunnuna hjá mér þegar þeir eiga leið hjá og þeim hentar?

Af hverju á ég að taka því sem sjálfsögðum hlut  að allir 20 eða 30 kettirnir í hverfinu komi og geri stykkin sín í garðinum mínum þegar þeim er mál, svo þegar ég fer að sinna vorvekunum í garðinum mínum, þá er það Ég sem þarf að anda að mér "ilminum" - ekki kattaeigendurnir sjálfir.

Ég hef mikla ánægju af því á vetrum að hæna að mér litla fallega fugla sem heita auðnutittlingar sem ég fóðra hér úti í garðinum MÍNUM, en viti menn - kettirnir í nágrenninu halda að ég sé að gera þetta fyrir þá,  þeir koma heim til mín til að  myrða fuglana, því ekki éta þeir þá.

Hunda -og kattaeigendur! Þið standið ykkur margir hverjir  mjög illa í ykkar umönnun um þessi blessuð dýr sem þið hafið tekið að ykkur. Það er nefnilega alls ekki nóg að fá sér yndislegt og fallegt gæludýr og sleppa því svo bara lausu þegar ykkur hentar.  Þau eru þegar allt kemur til alls á

 YKKAR ÁBYRGÐ

Ruth (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 17:30

13 identicon

Kattavinabærinn Hafnafjörður. Það eru nú ófáar sögurnar sem maður hefur heyrt um kattapláguna í Hafnafirði. Þar eru garðeigendur í vandræðum vegna katta sem þvælast um bæinn skítandi í blomabeð hjá fólki. Reyndar sagði mér hafnfirðingur frá lausn sem hann hafði á þessu vandamáli. Hann sagðist hafa fengið sér rottueytur og blandað það í kattamat og komið því fyrir undir pallinum hjá sér. Köttum sem koma í garðinn hans hafi snarfækkað.

Stone (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 20:31

14 identicon

Björn I.

Af hverju er ég fáviti, fávitinn þinn?

Af því að ég er annarrar skoðunar en þú? Fólk eins og þú er versta plágan sem við þurfum að díla við í dag. Opp jors.

Þórður (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 20:50

15 Smámynd: Johann Trast Palmason

Flottur Axel. Góð Færsla.

Johann Trast Palmason, 9.5.2009 kl. 21:32

16 identicon

Þórður

"Af hverju eru kettir e-ð meiri meindýr en fuglar?

Kettir eru a.m.k gæludýr manna og þið sem getið ekki borið virðingu fyrir köttum ættuð að minnsta kosta að bera virðingu fyrir "eigum" annarra.  Verið ekki fávitar"

Að bera virðingu fyrir eigum annarra ætti þá að vera á báða bóga - ekki satt.

Litlir saklausir smáfuglar geta seint talist til meindýra, þeir lifa á því sem að þeim er gaukað þegar þeim eru allar bjargir bannaðar á hörðum vetri.

Kettir eru tæplega meindýr, nema þeir sem vaða óáreyttir um mínar eigur, ég get ekki einu sinni haft opinn glugga hjá mér því þá eru þeir óðara komnir inn hjá mér og jafnvel búnir að hreiðra um sig uppi í rúminu mínu!! - Ekki það sem ég óska mér. Þá get ég ekki annað en litið á þá sem meindýr.

En kettir eru rándýr og það verður aldrei frá þeim tekið, það er þeirra náttúrlegt eðli og þessvegna lágu smáfuglahræin um allan garðinn þegar snjóa leysti. Köttur sem hefur kynnst hráu blóðbragði getur orðið hættulegur - rándýrseðlið hefur verið vakið.

Hundurinn er líka rándýr að upplagi þó að manninum hafi tekist að temja hann og sveigja til hlýðni og við skulum ekki gleyma því að hundur getur verið til alls vís, jafnvel þó að hann sé í bandi. Og það er alveg sama hversu "vel taminn" hundurinn er, laus hundur er stórvarasamur ókunnugum. Það er nefnilega hundum eðlilegt að hlýða bara húsbændum sínum og þeim sem þeir þekkja vel, en fara gjarnan í  varnarstöðu og jafnvel í árásarhug andspænis kunnugum.

Hundar og kettir sem eiga góða eigendur eru öllum til yndis og ánægju.

Það er í valdi eigendanna að svo sé.

Svo skulum við endilega bera virðingu hvert fyrir öðru og jafnframt taka tillit til hvers annars.

Ruth (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 22:00

17 identicon

Andspænis ókunnugum - vildi ég sagt hafa.

Ruth (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 22:03

18 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Kattameindýr? Hundameindýr? Ég held að mesta meindýrið sé maðurinn sjálfur. Ef satt er að almennir borgarar séu að aflífa dýr eftir eigin geðþótta ættu þeir hinir sömu að leita sér lækningar.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 9.5.2009 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband