ESB og heimskapítalisminn

Í upphafi fréttarinnar kemur fram að:  "Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eigi að herða þumalskrúfurnar á íslensku þjóðinni og sjá til þess að hún borgi eins og lánardrottnar geri kröfu um. Sjóðurinn sé heimslögregla kapítalismans."

Þessi yfirlýsing er athyglisverð fyrir þær sakir að "vinaþjóðir" okkar í Evrópu, þar með talin norðurlöndin, neituðu að koma Íslandi til aðstoðar (með lánum) þegar hrunið varð í haust, nema með því óhagganlega skilyrði að fyrst yrði leitað til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, sem myndi hafa umsjón með allri lánafyrirgreiðslu og annarri aðstoð. 

Samkvæmt áliti Ögmundar eru þá ESB þjóðirnar og Noregur dyggir verðir heimskapítalismans, því í raun voru það þessar þjóðir sem kærðu til "heimslögreglu kapítalismans".  Ef rétt er munað voru líka settar fram kröfur frá þessum þjóðum um að samið yrði við Breta um Icesave, fyrr yrði ekkert við Íslendinga talað.

Nú lýsir Össur, utanríkisráðherra, yfir því að hann sé búinn að fá nóg af félögum sínum í systurflokki Smáflokkafylkingarinnar í Bretlandi og þá ekki síst formanni þess flokks.  Fram að þessu hefur Smáflokkafylkingarfólk haldið því fram að SMF og Breski verkamannaflokkurinn væri nánast eitt og hið sama og hafa fulltrúar SMF setið stoltir á ársþingum verkamannaflokksins og látið eins og þeir væru á sínu eigin þingi. 

Hvenær ætlar Össur að lýsa því yfir að hann sé búinn að fá upp í kok af framgangi annarra ESB landa en Bretlands?


mbl.is Heimslögregla kapítalismans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband