Opin og gagnsæ stjórnsýsla

Ríkisstjórnin, sem lýsti því yfir við valdatöku sína, að framvegis yrði stjórnsýslan opin og gagnsæ, hefur haldið fréttamannafundi vikulega á þriðjudögum, án þess að segja frá nokkru markverðu, sem stjórnin hyggst gera í efnahagsmálunum, hvað þá að nokkrar upplýsingar hafi verið gefnar um Icesave viðræður. 

Reyndar sagði fjármálajarðfræðingurinn fyrir nokkuð löngu síðan að búast mætti við glæsilegum niðurstöðum í Icesave málinu fljótlega.  Hann dró það svo til baka viku síðar og ekkert hefur frést af málinu, fyrr en farið er að ræða um það í breska þinginu og þá kemur þetta fram: 

„Það er forgangsmál að íslensk stjórnvöld borgi. Þess vegna eigum við í samningum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn  og önnur stjórnvöld um hversu hratt Ísland geti endurgreitt það tap, sem landið ber ábyrgð á," sagði Brown.

Eru Bretar að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um skuldir Íslendinga?  Við hvaða önnur stjórnvöld eru Bretar að semja um þessar sömu skuldir?

Það er kominn tími til að þessi dáðlausa ríkisstjórn fari að upplýsa þjóðina um þessi mál og önnur.

NÚNA. 

 


mbl.is Forgangsmál að Íslendingar borgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvenær ætlar fólk að skilja að við erum í gjörgæslu? IMF fer með efnahagssjórn fyrir landið. Er fólki það ekki ljóst ennþá? Engin nauðsin að klína þessu á ríkisstjórnina. Við höfum ekki völ á öðru sem stendur en að vona að IMF leysi málin farsælt og fljótt.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband