6.5.2009 | 15:23
Húsaræningjar
Nýlega ruddist glæpagengi inn í hús á Arnarnesinu og rændi þar ýmsum munum frá húsráðendum og hélt húsinu og íbúum þess á sínu valdi í tuttugu mínútur. Atburðurinn vakti viðbjóð með þjóðinni og lögreglan lagði sig alla fram um að hafa uppi á glæpamönnunum, sem tókst fljótt og vel, og sitja þeir ennþá í gæsluvarðhaldi.
Nú er samskonar glæpalýður að verki á Vatnsstíg og eini munurinn er sá, að nú er ekki verið að stela munum úr húsinu, heldur er verið að ræna húsinu sjálfu. Þá bregður svo einkennilega við, að fjölmiðlar birta yfirlýsingu frá glæpagenginu og ef að líkum lætur munu birtast viðtöl við glæpamennina, bæði í blöðum og sjónvarpi. Þegar lögreglan hefur afskipti af þessum glæpalýð, er hún sökuð um hörku og fantaskap við handtökur. Siðan fær þessi skríll góðlátlega áminningu og byrjar fljótlega aftur á glæpum sínum.
Skyldu Arnarnesræningjarnir hafa sloppið með klapp á bakið, ef þeir hefðu haft vit á að senda fjölmiðlum yfirlýsingu til réttlætinar gerða sinna, eða jafnvel kallað saman blaðamannafund?
Hópur fólks kominn inn á Vatnsstíg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1146437
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lögreglan mun taka hart á þessum ógeðfellda lýð og hyski. Þetta er ekkert annað en ruslaralýður líklega flestir undir áhrifum vímuefna, það er reyndar ekki fullyrt en afar líklegt. Þetta þjónar engum tilgangi, rífa ætti húsið sem fyrst.
Baldur (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 15:49
Það er ekki bara stigsmunur á þessu tvennu heldur eðlismunur. skv Wikipedia er rán glæpur þar sem ofbeldi eða hótunum er beitt til að komast yfir eigur annarra. Á Snöru er rán flokkað sem auðgunarbrot.
Hústökufólkið beitti engu ofbeldi né hótunum (ekki nema þú skilgreinir lögguna sem hústökufólk), né er það að þessu til að auðgast á ólöglegan hátt. Sum sé, hústakan er ekki rán.
Maður spyr sig samt hvort það sé ekki meiri glæpur hjá fasteignafélögunum að banna fólki að nýta hluti sem annars væru ónotaðir. Ég meina, hvernig urðu þeir ríku ríkir til að byrja með?
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 15:55
Sá sem tekur eignir annarra í óleyfi og nýtir í eigin þágu, er þjófur. Punktur.
Axel Jóhann Axelsson, 6.5.2009 kl. 16:35
Og það er ekkert rangt við það að ræna frá þrælahöldurum og mafíuófreskjum, eins og raunin er í þessu tilfelli.
Og ekki reyna að segja mér að Björgólfsmafían séu eitthvað annað en ófreskjur.
Drekana skal drepa, og fjársjóðum þeirra skal skipta meðal fólksins.
Punktur.
Atli Freyr Friðbjörnsson (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 16:59
Það sama á þá við þegar bankinn tekur fasteiginir án leyfis húsráðanda.
svappi (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 17:50
It is not the same, Svappi, because the bank owns a lot and takes houses from people that own little. In this case people that are not wealthy take a house from a company that owns a lot of houses for no other reason than tearing them down. Who is right and who is not it's obvious. It is time to rethink our Western societies and base them on Humans and not on Profit as we did in the recent past. Neo-liberalism, which is a product of Individualism and Selfishness, is responsible for this conflict. As long as certain individuals concetrate more and more wealth while leaving others to struggle to make their needs meet, the conflict will continue. And is our responsibility, of the young people, the students and the scientists to fight for a new ground of equality and liberty to be established.
Pierre Mouraux (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 18:12
Skemmtileg punktur og basta-rök alltaf hreint. Ég get samt ekki séð að þetta sé þjófnaður heldur Axel. Er það þjófnaður ef að ég leyfi litlu systir minni að renna sér á rennubrautinni þinni á meðan engin annar er að nota hana? Þetta er í mesta falli innbrot, sem þó er jú ólöglegt. En þú verður að spá líka í því hverjir það eru sem semja lögin. Ég meina, hversu auðvelt er fyrir t.d. viðskiptaráð að koma í gegn frumvarpi m.v. fyrir eitt af þessu hústökufólki?
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 18:58
Lögin og réttarkerfið ættu að gilda til handa réttlætisins, en gera það yfirleitt ekki. Að líkja hústökufólki við ofbeldis- og glæpamenn sýnir bara að þú skilur ekki hvað hugtök eins og réttlæti þýða. Of fastur í lagabálkum sem valdið semur sér til stuðnings og framdráttar, í baráttu sinni gegn almenningi. Einblínir á það sem valdið segir þér að sjá, og sérð ekkert annað.
Sorglegt.
Halli (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 22:23
Þið deilið þessum hugsunarhætti með Arnarnesgenginu og fleiri kollegum á Litla Hrauni. Glæpagengi geta alltaf réttlætt gerðir sínar með svona rugli.
Axel Jóhann Axelsson, 7.5.2009 kl. 08:36
Eins og ég sagði hér að ofan Axel, það er ekki bara stigsmunur heldur eðlismunur á þessu tvennu og því óréttmætt að bera þetta saman.
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.