6.5.2009 | 13:16
Norskir seðlabankastjórar
Norski seðlabankastjórinn í Noregi lækkaði stýrivexti í morgun niður í 1,5%. Því er spáð af greiningardeildum bankanna að norski seðlabankastjórinn á Íslandi muni lækka stýrivexti um 1,5%, þannig að eftir lækkun verði þeir 14%. Núverandi verðbólgustig er 1,4%, þannig að með þessu yrðu raunvextir seðlabankans 12,6%. Þetta er auðvitað algert heimsmet, sem enginn hefur áhuga á að slá.
Í fréttinni segir seðlabankastjórinn (sá norski í Noregi): "Svein Gjerdem, seðlabankastjóri, segir í yfirlýsingu að nýjar upplýsingar bendi til þess að núverandi fjármálakreppa sé sú dýpsta sem komið hafi frá síðari heimsstyrjöld."
Fyrst kreppan er að verða svona djúp í Noregi, væri þá ekki ráð fyrir norska seðlabankastjórann á Íslandi og stjórnvöld, að fara að gera sér grein fyrir því að kreppan á Íslandi hefur þegar náð því stigi, sem sá norski í Noregi óttast?
Ef sá skilningur væri fyrir hendi, yrðu íslensku stýrivextirnir lækkaðir niður í 3-4% á morgun.
Norskir vextir lækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1146437
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hjartanlega sammála þér Axel, það nær ekki nokkurri átt að halda stýrivöxtum svona háum. Allt er að koðna niður hér á landi og þó að vextir verði lækkaðir strax niður í 3 til 4% eins og þú nefnir, þá tekur það heilan mánuð áður en farið verður að finna fyrir þeirri lækkun. Ef hins vegar lækkunin verði ekki nema 1,5 til 2,5% mun enn þyngjast hjá fólki og fyrirtækjum.
Það er holt fyrir fólk að muna á hvers ábyrgð norski Sandfylkingar Seðlabankastjórinn er ólöglega hér á landi.
Tómas Ibsen Halldórsson, 6.5.2009 kl. 14:45
Vandamálið er að hér á Íslandi þurfa menn að eiga við krónuna og stöðu hennar auk þess er það IMF sem stýrir vöxtunum en ekki Seðlabankinn.
Ef krónan lækkar eykst greiðslubyrðin. Það er með réttu algjört vantraust á bönkunum enda er ekki búið að endurfjármagna bankakerfið þetta eru þrotabú sem ekki er búið er að gera upp.
Vill einhver leggja pening í íslenskan banka á 2% vöxtum, ekki ég og ekki þekki ég neinn sem vill það vexir þurfa að vera um 10% til þess að fólk yfir höfuð vill leggja inn í þessa banka enda er traustið á þeim í algjöru lágmarki. Það er gríðarleg eftirspurn eftir lánsfé og gríðarlega lítið framboð á fé og það eru ekki bara stýrivextir Seðlabankans en í raun framboð og eftirspurn sem gerir þetta. Ef vextir lækka eykst eftirspurnin og framboðið á þá eftir að hrynja.
Gunnr (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 20:00
Í Noregi gera þeir allt til að lækka krónuna og þeir eru að tala niður norsku krónuna og eru að koma henni sem lægst undir Evru til að minnka atvinnuleysi og þess vegna lækka þeir vexti til að hvetja atvinnulífið. Þar er gríðarlegur sparnaður og fullir sjóðir þeir eru bara í allt annari deild en við land fullt af skuldaþrælum og þar sem allt er að hrynja.
Ef þeir lækka innlánsvexti undir 5% mun fólk tæma bankanna fólk vill þá frekar eiga peninginn heima hjá sér en á bók. Það vita allir að það er hægt að setja hömlur á útektir úr bönkunum það var gert í Argentínu sem við getum líkt okkur við.
Við fáum engan annan gjaldmiðil, Evru ef við göngum í EB og fullnægjum skilyrðum myntbandalagsisns tekur 5-10 ár. Það lánar okkur enginn til að skipta út í dollar eða annan gjaldmiðill og hugmyndir Sjálfstæðisflokks að láta IMF tala við EB eru náttúrulega veruleikafyrrtar.
Gunnr (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 20:07
Við skulum ekki gera lítið úr norrænum og norskum seðlabankastjórum og það hefur verið okkar ógjæfa að Seðlabankinn hefur verið elliheimili fyrir afdankaða stjórnmálamenn og við værum í betri málum ef hagstjórnin hefði verið í höndum fagmanna en áhugamanna það hefur verið okkur geysilega dýrkeypt.
Gunnr (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.