Stjórnarmyndunarhneyksli

Smáflokkafylkingin sagði fyrir kosningar að ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir stjórnarmyndun eftir kosningar yrði að umsókn um aðild að ESB væri hornsteinn væntanlegrar ríkisstjórnar, t.d. sagði Björgvin Sigurðsson að Smáflokkafylkingin "myndi ekki selja þetta mál frá sér aftur". 

Nú berast fregnir af því, að stjórnarflokkarnir geti ekki komið sér saman um lausn ESB málsins og ætli að vísa málinu til stjórnarandstöðunnar til úrlausnar.  Annar eins aumingjaskapur hefur aldrei fyrr í lýðveldissögunni komið fram við stjórnarmyndanir og getur ekki kallast neitt annað en reginhneyksli.

Í fréttinni segir:  "Eftir því sem næst verður komist er niðurstaðan sú að það verði meirihluta Alþingis að ákveða hvort hafnar verða aðildarviðræður við Evrópusambandið, óháð ólíkri stefnu stjórnarflokkanna til aðildar. Sú ákvörðun eigi ekki að raska stjórnarsamstarfinu."

Smáflokkafylkingin ætlar að treysta á, að stjórnarandstaðan samþykki aðildarviðræður og VG ætlar að treysta á, að hún felli þær.  Niðurstaðan á ekki að raska stjórnarsamstarfinu.  Það er ekki hægt að bjóða upp á ríkisstjórn, sem ekki getur náð niðurstöðu í því, sem Samfylkingin kallar brýnasta og nauðsynlegasta mál samtímans.

Fyrst það á að vísa þessu máli til afgreiðslu stjórnarandstöðunnar, er þá ekki best að vísa öllum öðrum málum til hennar og núverandi ríkisstjórn segi af sér vegna aumingjaskapar, jafnt í þessu máli sem öðrum.


mbl.is ESB-málið til Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála hverju orði sem þú segir... þetta er rugl!

Kjósandi Samfylkingar (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband