Fjárlögin eða ESB?

Kosningar eru afstaðnar og því miður fyrir þjóðina urðu úrslitin þau að hætta er á, að mesta afturhaldsstjórn, sem sögur færu af á vesturlöndum, gæti orðið að veruleika á næstunni.

Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar, að rúmlega fimmti hver Íslendingur myndi kjósa nánast hreinræktaðan kommúnistaflokk af gamla skólanum, sem að vísu hefur hulið sig grænni slikju umhverfisverndar.  Sterk útkoma hans mun gera stjórnarmyndun með Smáflokkafylkingunni erfiða, enda gefur þessi niðurstaða VG miklu sterkari stöðu gegn SMF við stjórnarmyndun.

Eina góða við þetta er, að nú minnka líkur á að SMF geti þvingað fram aðildarumsókn að ESB, en á móti kemur að nauðsynlegar aðgerðir til bjargar atvinnulífinu eiga sér engan málsvara í þessari ríkisstjórn.

Fyrir kosningar var látin í ljós sú skoðun að hætta gæti verið á stjórnarkreppu eftir kosningar og nú eru fleiri farnir að velta fyrir sér þeim möguleika, eins og sést á  þessari hugleiðingu Egils Helgasonar á Eyjunni.

Strax á kosninganóttina og ekki síður á Sunnudeginum, hertu bæði SMF og VG á áherslum sínum í ESB málum og nú lýsir Steingrímur J. því yfir að fjárlagavinnan muni taka allan tíma stjórnarinnar næstu vikur og mánuði, á meðan SMF klifar enn á því að forgangsverkefnið sé umsóknaraðild að ESB, strax í maí.

Næstu dagar verða fróðlegir, en afdrífaríkir, fyrir þjóð í vanda.


mbl.is Steingrímur: Fjárlagavinna sett í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband