22.4.2009 | 15:25
EKKIFRÉTTAMIÐLAR
Alveg er sprenghlægilegt að fylgjast með EKKIFRÉTTAMIÐLUM landsins í aðdraganda kosninga 2009. Ekki fer mikið fyrir stefnumálum framboðanna, eða ástandinu í efnahagslífi landsins og hugmyndum flokkanna til lausnar þeim vanda sem við er að stríða í landsmálunum almennt.
Nei, þetta eru ekki áhugaverð málefni, heldur snýst umræðan um hver auglýsir hvað, hver birtir myndir af hverjum og hverjir styrktu stjórnmálaflokkana og prófkjörsframbjóðendur fyrir síðustu kosningar. Þá giltu allt önnur lög í landinu um fjármál flokkanna og allir hafa alltaf vitað að þeir hafa byggt starfsemi sína á styrkjum frá fyrirtækjum og flokksfélögum. Nú er látið eins og þetta sé einhver splúnkuný uppgötvun og að þetta sýni spillingu og hagsmunatengsl við hin ólíklegustu málefni.
En af hverju að staðnæmast við árin 2005 og 2006? Er ekki nauðsynlegt að láta opna bókhald allra flokka frá stofnun lýðveldisins árið 1944 og samkeyra þá við alla atburði sem upp hafa komið síðan?
Hver hafði hag af lýðveldisstofnuninni?
Hver hafði hag af útfærslu landhelginnar, fyrst í 4 mílur, þá 12, svo 50 og loks í 200 mílur? Hvaða spillingaröfl styrktu flokkana (þ.m.t. Alþýðubandalagið) á þessum tíma?
Rannsóknarblaðamenn nútímans hljóta að geta flett ofan því.
Birta styrki Baugs til þingmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fólk er misjafnt og því er ágætt að fjölmiðlar fjalli um mismunandi málefni. Mér prívat og persónulega finnst t.d. mikilvægt að vita hvaða stjórnmálamenn hafa þegið háar fjárupphæðir frá stórfyrirtækjum og hverjir eiga hagsmuna að gæta annars staðar. T.d. ef við gefum okkur t.d. (dæmi algjörlega af handahófi að sjálfsögðu) að Alþingismaður sitji einnig í stjórn N1 þá hefur hann beina hagsmuni af því að rafmagnsbílar nái engri fótfestu á Íslandi.
Eins held ég að ég myndi ekki hika við að skilja 3ja milljóna króna greiðslu til mín sem ætlun um að ég gerði eitthvað á móti.
Það er mikilvægt að þekkja heildarmyndina áður en maður velur sér fulltrúa.
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 16:20
Hérna hefur áður verið bloggað um það, að ekki sé æskilegt að þingmenn séu í stjórnum fyrirtækja, eða með prókúru fyrir þau. Tengsl eða eignarhlutur í fyrirtæki er ekki það sama og spilling. Allir þingmenn eru tengdir einhverjum hagsmunum, t.d. ef þeir eiga börn, þá hafa þeir sjálfir hag af því að barnabætur séu sem hæstar, ef þeir skulda húsnæðislán, hafa þeir hag af því að vaxtabætur séu sem hæstar o.s.frv.
Það verður að treysta pólitíkusum til að taka ákvarðanir, án þess að þeir séu alltaf að hugsa um eigin hag, fyrst og fremst.
Um styrkina, vísast í það sem sagt var hér að ofan. Pólitíkin var rekin áratugum saman á styrkjum frá fyrirtækjunum og allir vissu það. Það er engin frétt í dag. Allir ættu líka að muna hvaða fyrirtæki voru "ríkust" á undanförnum árum og hvað þau voru "örlát" á aurana sína í allar áttir.
Axel Jóhann Axelsson, 22.4.2009 kl. 16:30
Ef þetta er svona lítið mál ætti ekki að vera vandamál fyrir neinn að þetta sé uppi á borðinu!
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 16:36
Auðvitað ætti þetta ekki að vera neitt feimnismál, enda hefur þetta verið vitað í áratugi. Flokkarnir voru ekki skyldugir samkvæmt lögum, á árum áður, að birta bókhöld sín opinberlega, en það er ekki þar með sagt að þeir hafi starfað ólöglega, eins og hverjir aðrir bófaflokkar, eins og Ekkifjölmiðlarnir vilja vera láta núna.
Nú er búið að breyta þessum lögum og hvorki flokkar né prófkjörsframbjóðendur mega taka við hærri upphæðum en 300.000 krónum frá einstökum aðilum. Þess vegna á að snúa sér að því sem höfuðmáli skiptir fyrir þjóðina núna, ekki hvað var að gerast í þorskastríðunum.
Axel Jóhann Axelsson, 22.4.2009 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.