Kratar í kreppu

Systurflokkur Smáflokkafylkingarinnar í Bretlandi kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í dag og "neyðist" til að viðurkenna að heimskreppan sé ekki Sjálfstæðisflokknum á Íslandi að kenna, eða eins og segir í fréttinni:

"Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, neyðist til að greina frá alvarlegri stöðu breska hagkerfisins þegar hann kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í dag. Fram kemur á vef BBC að búist sé við því að greint verði frá alvarlegri skuldastöðu heimilanna og að kreppan í landinu sé sú versta á friðartímum.

Það þykir því líklegt að skattahækkanir verði boðaðar samhliða niðurskurði í ríkisútgjöldum árið 2011 þegar Darling kynnir viðreisnaráætlun sína."´

Kratar hafa stjórnað lengi í Bretlandi og því vaknar sú spurning hvort kreppan í Bretlandi sé ríkisstjórninni að kenna, eða hvort Bretar geri sér grein fyrir því, að fjárglæframenn heimsins beri þar alla ábyrgð.

Ef til vill hugsa íslenskir vinstri menn allt öðru vísi en félagar þeirra í Efnahagsbandalaginu.


mbl.is Búast við hinu versta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband