Jóhanna og ESB

Ekki verður annað skilið af yfirlýsingu Jóhönnu, ríkisverkstjóra, um að hægt verði að sækja um ESB aðild strax í júní og bera síðan málið undir þjóðaratkvæði, að hún telji að líf væntanlegrar ríkisstjórnar Smáflokkafylkingarinnar og VG verði afar stutt.  Til þess að ganga í ESB þarf að gera breytingar á stjórnarskrá og það verður ekki gert nema með því að eftir að Alþingi samþykkir slíkt, þarf að rjúfa þing og boða til kosninga og samþykkja stjórnarskrárbreytinguna aftur á nýju þingi.

Smáflokkafylkingin var ekki til viðtals um sátt við Sjálfstæðisflokkinn um breytingar á 79. grein stjórnarskrárinnar nú fyrir þinglok, en sú sáttatillaga gekk út á að hægt yrði að gera breytingar á stjórnarskránni í beinni þjóðaratkvæðagreiðslu, án þess að rjúfa þing á milli.  Þetta sýnir að Smáflokkafylkingin hefur enga trú á að ríkisstjórn með VG geti orðið langlíf, eða að þessi ESB áróður er meiningarlaus og á ekki að framfylgja eftir kosningar. 

"Jóhanna sagði að það gæti tekið 1-1½ ár að fá aðild að Evrópusambandinu og þá væru Íslendingar komnir í skjól með krónuna. Það gæti tekið 1½ ár tilviðbótar að uppfylla Maastricht skilyrðin. Ég spái því að eftir fjögur ár yrðum við búin að taka að fullu upp evru," sagði Jóhanna."  

Er ekki kominn tími til að Smáflokkafylkingin geri þjóðinni grein fyrir því hvernig á að ná að uppfylla Maastricht skilyrðin og hvernig á að styrkja krónuna á þessum fjórum árum.

Slagorðaglamur og blekkingar duga Smáflokkafylkingunni ekki lengur.


mbl.is ESB-viðræður í júní?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband