18.4.2009 | 10:09
Lítið að þakka
Þá er loksins búið að slíta þinginu og þinmenn farnir í alvöru kosningabaráttu, þ.e.a.s. þeir sem vilja halda áfram þingsetu. Ríkisstjórnin, sem mynduð var til að koma á nauðsynlegum hjálparaðgerðum fyrir atvinnulífið og heimilin í landinu, fer frá án þess að hafa komið nánast nokkrum björgunaraðgerðum frá sér.
Sá spádómur, sem hér hefur nokkrum sinnum verið settur fram, gekk eftir, að stjórnin myndi selja stjórnlagafrumvarpsbastarðinn fyrir samþykki álversins í Straumsvík og á síðustu stundu krafðist VG að fá samþykki fyrir banni við vændiskaupum. Þetta er einhver ódýrasta hugsjónasala sem sögur fara af í seinni tíð.
Ef þjóðin fer ekki að vakna, er stórhætta á að VG verði stærsti flokkurinn eftir kosningar og þá mun stjórnarmyndun verða erfið, því Steingrímur J. mun krefjast þess að verða forsætisráðherra. Smáflokkafylkingin, eins ósamstæð og hún er, getur ekki sætt sig við að aðrir flokkar skipi forsæti í ríkisstjórn, sem hún tekur þátt í, eins og sannaðist í samstarfi hennar við Sjálfstæðisflokkinn.
Ekki batnar ástandið í þjóðfélaginu við það að bíða þurfi í margar vikur eftir að samstaða náist um næsta forsætisráðherra, hvað þá samkomulagi um efnahagsaðgerðir og niðurskurð ríkisfjármála.
Mesta hættan er sú, að þjóðin sofi á verðinum og draumarnir verði að martröð.
Takk fyrir, búið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú átt við allir hafi verið svo vel vakandi þegar SjáflstæðisFLokkurinn var síðast í stjórn þess vegna erum við í svona "góðum" málum núna eða er ég að misskilja eitthvað sem gerst hefur á þessu landi?
Um hvað eiga draumar þessarar þjóðar að snúast í framtíðinni? Að græða á daginn og grilla á kvöldin? Eins og mantra SjálfstæðisFLokksins hljómaði síðustu ár.
Ásta B (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 13:16
Á meðan þú baðar þig í drullupyttinum, er gott fyrir þig lesa þetta blogg til upprifjunar.
Axel Jóhann Axelsson, 18.4.2009 kl. 13:31
Sæll aftur Axel.
Því miður er ástandið hér á landi þannig að flestir eru á kafi í drullupytti og það verulega djúpum. Amk.venjulegt fólk sem getur ekki látið aðra borga skuldir sínar.
En ef drullupytturinn sem þú vísar til eru innan flokksmál SjálfstæðisFlokksins, þá legg ég til að þið komið ykkur sjálfir upp úr þeim pytti og losið ykkur amk. við það fólk sem komið ykkur hefur út í hann.
Hef enga trú á að hinn almenni borgari sem hefur kosið Flokkinn vegna stefnu hans sé ánægður nú, það eru amk. ekki þeir flokksmenn sem ég þekki og þeir munu ekki kjósa flokkinn í þetta sinn.
Heimskreppa, jú rétt hún hafði áhrif en getur þú sagt mér í hvaða öðru landi allir bankar fóru á hausinn?
Annað ef þetta er eingöngu heimskreppunni að kenna, eruð þið Sjálfstæðismenn þá að segja að allt hafi verið eðlilegt hér þegar bankarnir voru einkavæddir og þeir hæfustu til þess reksturs hafi tekið við þeim?
Eruð þið með þessu að segja að Glitnir banki hafi farið á hausinn vegna heimskreppu?
Eruð þið með þessu að segja að Baugur hafi farið á hausinn vegna heimskreppu?
Eruð þið með þessu að segja að það sé eðlilegt að fólk taki fé út úr fyrirtækjum og komi þeim fyrir á aflandseyjum og skilji síðan hluthafa eftir jafnvel eignalausa?
Ég held að m.a. ofangreind atriði séu ekki heimskreppu að kenna heldur algjörlega óhæfu fólki að kenna. Ef ekki á viðskiptasviði þá amk. á siðferðissviðinu og það er slæmt, mjög slæmt í viðskiptum.
Heimskreppan kom upp um hvílík mistök hafa verið gerð hér á landi í hagstjórn og ekki bara í hagstjórn heldur almennt í allri stjórn landsins. Hvernig stjórnvöld í einu landi hunsuðu allar viðvaranir sem komu og sögðu á þingi m.a.
"Sjáið þið ekki veisluna? " Það er um ár síðan að þessi orð voru sögð á þingi.
Hvernig var hægt að vera svona blindur.
Heimskreppan hafði áhrif en er ekki aðalorsök á algjöru hruni hér á landi.
Heimskreppan hafði þau áhrif að hrunið varð í október 2008 en ekki seinna, með kannski enn verri afleiðingum.
Það er alveg rétt hjá þér í fyrra blogginu þínu að það er ekki ALLT SjálfstæðisFLokknum að kenna. Fleiri tóku þátt í sukkinu.
Þar á meðal Framsóknarflokkurinn og Samfylking. En stóri samnefnarinn er, því miður fyrir ykkur SjálfstæðisFLokksmenn, SjálfstæðisFLokkurinn.
Það er bara eitt sem ég get þakkað fyrir og það er að Davíð Oddson eða hver það var sem sá til þess að Glitnir fékk ekki meiri pening í lok september. Það hefði verið að henda enn meiri pening út um gluggann. Nógu slæmt var það samt.
Síðan bið ég þig bara vel að lifa og ég vona, ég vona svo sannarlega að þið Sjálfstæðismenn takið til í ykkar flokki ef þið ætlið að eiga einhverja von um að verða trúverðugir aftur.
Ásta B (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 18:40
Ásta: Sjálfstæðisflokkurinn fór yfir sína fortíð í þessum málum öllum á landsfundi sínum og hefur birt þá samþykkt sem þar var gerð í Endurreisnarskýrslu sinni. Þar er farið yfir það sem betur hefði mátt fara hjá flokknum í stjórnartíð hans, sem og þau mál sem hann réð ekki við.
Allir bankar annarra landa hafa ekki farið á hausinn, en margir hafa gert það. Ríkissjóðir nánast allra landa hafa ausið ótrúlegum upphæðum inn í sín bankakerfi, til þess að halda bönkunum lifandi, en ekki er enn komið fram, hvort það mun duga í öllum tilfellum.
Auðvitað var, og er ekki, stefna Sjálfstæðisflokksins að menn gætu komið eignum sínum undan til aflandseyja, en hvergi í veröldinni hefur verið hægt að hafa stjórn á glæpamönnum, eða koma í veg fyrir glæpi þeirra. Það kemur stjórnmálum ekkert við.
Það er alveg rétt hjá þér, að spilaborgin kringum bankana og "útrásina" hefði örugglega fallið saman þó heimskreppan hefði ekki komið til, því þetta kerfi var byggt upp með blekkingum og hreinum svikum, sem aldrei gat staðist til lengdar. Vega stærðar þessa "kerfis" varð hrunið verra hér en víðast annarsstaðar. Bankarnir, sem störfuðu eftir ESS lögum, voru orðnir á stærð við tólffalda þjóðarframleiðslu og það gat auðvitað aldrei gengið upp.
Enginn stjórnmálamaður í veröldinni hafði hugmyndaflug til að sporna við þeirri græðgi og því rugli, sem viðgekkst í fjármálakerfi heimsins og því fór sem fór.
Að kenna Sjálfstæðisflokknum á Íslandi um að vera valdur að falli bankaruglsins hérlendis, er það sama og að kenna honum um heimskreppuna. Svo einfalt er nú það.
Fólk sem ekki vill viðurkenna þetta er að velta sér upp úr drullupytti og þyrfti að fara að klóra sig upp á bakkann.
Axel Jóhann Axelsson, 19.4.2009 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.